Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 11:00 Amelíu Rose hefur ítrekað verið snúið í land og farþegar taldir upp úr henni. Sea Trips Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips á dögunum. Tilefni þess að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu var að Landhelgisgæslan hafði tekið yfir stjórn skipsins Amelíu Rose og siglt því land, í sjöunda sinn. Sigfús Þór Sigmundsson, staðgengill samskiptastjóra Samgöngustofu, segir stofnunina ekki geta tekið undir fullyrðingu fyrirtækisins um einelti, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir hafa verið tekið skýrt fram í samskiptum Samgöngustofu og fyrirtækisins að Amelía Rose uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum til að flytja fleiri en tólf farþega við Íslandsstrendur. „Í öllum samskiptum við leyfisskylda rekstaraðila hefur Samgöngustofa jafnræði og vandaða stjórnsýsluhætti að leiðarljósi og getur ekki tekið undir þessar fullyrðingar,“ segir Sigfús Þór. Telja sér heimilt að snúa skipinu í land „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá Sea Trips. Samgöngustofa telur sér heimilt að banna fyrirtækinu að sigla með fleiri en tólf farþega út fyrir hafnarsvæði. „Samgöngustofa er ekki sammála þeirri ályktun. Niðurstaða dómsins snýr að tilkynningarskyldu um fjölda farþega um borð en fjallaði ekki um þann þátt málsins að skipið fór út fyrir heimilað farsvið. Skipið uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en 12 farþega. Þær öryggiskröfur gilda ekki á tilteknu svæði við Reykjavíkurhöfn,“ segir Sigfús Þór. Vilja breyta skráningu skipsins Forsvarsmenn Sea Trips hafa farið fram á að skráningu Amelíu Rose verði breytt þannig að skipið verði skráð sem gamalt skip en ekki nýtt. Þeir gera athugasemdir við það að eldri skip, sem ekki eru búin jafngóðum öryggisbúnaði og Amelía Rose megi sigla lengra út á haf með fleiri en tólf farþega en skip fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur hafnað því og það mál er nú í kæruferli hjá innviðaráðuneytinu. Mismundandi kröfur eru gerðar til skipa sem framleidd eru fyrir 2001 og eftir. Samgöngustofa segir Amelíu Rose hafa verið framleidda eftir þann tíma, samkvæmt upplýsingum frá upprunaríki skipsins. „Samgöngustofa er enn þeirrar skoðunar að skýrt sé hvar og hvernig skipinu sé heimilt að starfa á grundvelli laga og reglna þrátt fyrir sýknu í málinu. Hvergi kemur fram í dóminum að gildandi haffærisskírteini sé ekki rétt,“ segir Sigfús Þór. Reykjavík Landhelgisgæslan Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
„Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips á dögunum. Tilefni þess að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu var að Landhelgisgæslan hafði tekið yfir stjórn skipsins Amelíu Rose og siglt því land, í sjöunda sinn. Sigfús Þór Sigmundsson, staðgengill samskiptastjóra Samgöngustofu, segir stofnunina ekki geta tekið undir fullyrðingu fyrirtækisins um einelti, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir hafa verið tekið skýrt fram í samskiptum Samgöngustofu og fyrirtækisins að Amelía Rose uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum til að flytja fleiri en tólf farþega við Íslandsstrendur. „Í öllum samskiptum við leyfisskylda rekstaraðila hefur Samgöngustofa jafnræði og vandaða stjórnsýsluhætti að leiðarljósi og getur ekki tekið undir þessar fullyrðingar,“ segir Sigfús Þór. Telja sér heimilt að snúa skipinu í land „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá Sea Trips. Samgöngustofa telur sér heimilt að banna fyrirtækinu að sigla með fleiri en tólf farþega út fyrir hafnarsvæði. „Samgöngustofa er ekki sammála þeirri ályktun. Niðurstaða dómsins snýr að tilkynningarskyldu um fjölda farþega um borð en fjallaði ekki um þann þátt málsins að skipið fór út fyrir heimilað farsvið. Skipið uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en 12 farþega. Þær öryggiskröfur gilda ekki á tilteknu svæði við Reykjavíkurhöfn,“ segir Sigfús Þór. Vilja breyta skráningu skipsins Forsvarsmenn Sea Trips hafa farið fram á að skráningu Amelíu Rose verði breytt þannig að skipið verði skráð sem gamalt skip en ekki nýtt. Þeir gera athugasemdir við það að eldri skip, sem ekki eru búin jafngóðum öryggisbúnaði og Amelía Rose megi sigla lengra út á haf með fleiri en tólf farþega en skip fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur hafnað því og það mál er nú í kæruferli hjá innviðaráðuneytinu. Mismundandi kröfur eru gerðar til skipa sem framleidd eru fyrir 2001 og eftir. Samgöngustofa segir Amelíu Rose hafa verið framleidda eftir þann tíma, samkvæmt upplýsingum frá upprunaríki skipsins. „Samgöngustofa er enn þeirrar skoðunar að skýrt sé hvar og hvernig skipinu sé heimilt að starfa á grundvelli laga og reglna þrátt fyrir sýknu í málinu. Hvergi kemur fram í dóminum að gildandi haffærisskírteini sé ekki rétt,“ segir Sigfús Þór.
Reykjavík Landhelgisgæslan Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira