Sex dæmdir til dauða og 82 í fangelsi fyrir grimmilegt morð Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2022 10:10 Nokkrir af mönnunum sem dæmdir voru í gær. Margir þeirra sem tóku þátt í ódæðinu tóku það upp á myndband og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. AP/Aftab Rizvi Sex menn voru í gær dæmdir til dauða í Pakistan og tugir voru dæmdir í fangelsi fyrir morð. Í desember í fyrra myrti æstur múgur mann frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast. Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot og hafði hann tekið niður plaköt með nafni Múhameðs spámanns sem höfðu verið hengd upp á verksmiðjuna. Það gerði hann vegna þess að til stóð að þrífa veggina en var hann sakaður um guðlast. Æstur múgur mætti á staðinn og var Diyawadana dreginn út og barinn til dauða. Lík hans var síðan brennt út á götu. Margir sem tóku þátt í morðinu tóku það upp á myndbönd og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. Krufning leiddi í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. 88 af 89 sakborningum voru dæmdir í gær. Eins og áður segir voru sex dæmdir til dauða, níu voru dæmdir til lífstíðarfangelsis og hinir voru dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Imran Khan, forsætisráðherra, sagði morð Diyawadana skammarlegt fyrir Pakistan. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Þá hefur því oft verið haldið fram að ásökunum um guðlast sé beitt í persónulegum deilum fólks. Í frétt DW er bent á að 26 ára kona hafi í janúar verið dæmd til dauða fyrir að dreifa mynd af Múhameð á WhatsApp. Þá réðst æstur múgur á mann sem á við geðræn veikindi að stríða í afskekktu þorpi í Pakistan og grýtti hann til dauða. Sá hafði verið sakaður um að brenna Kóraninn. Árið 2014 var kristið par myrt og lík þeirra brennd eftir að þau voru ranglega sökuð um að hafa vanvirt Kóraninn. Pakistan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot og hafði hann tekið niður plaköt með nafni Múhameðs spámanns sem höfðu verið hengd upp á verksmiðjuna. Það gerði hann vegna þess að til stóð að þrífa veggina en var hann sakaður um guðlast. Æstur múgur mætti á staðinn og var Diyawadana dreginn út og barinn til dauða. Lík hans var síðan brennt út á götu. Margir sem tóku þátt í morðinu tóku það upp á myndbönd og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. Krufning leiddi í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. 88 af 89 sakborningum voru dæmdir í gær. Eins og áður segir voru sex dæmdir til dauða, níu voru dæmdir til lífstíðarfangelsis og hinir voru dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Imran Khan, forsætisráðherra, sagði morð Diyawadana skammarlegt fyrir Pakistan. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Þá hefur því oft verið haldið fram að ásökunum um guðlast sé beitt í persónulegum deilum fólks. Í frétt DW er bent á að 26 ára kona hafi í janúar verið dæmd til dauða fyrir að dreifa mynd af Múhameð á WhatsApp. Þá réðst æstur múgur á mann sem á við geðræn veikindi að stríða í afskekktu þorpi í Pakistan og grýtti hann til dauða. Sá hafði verið sakaður um að brenna Kóraninn. Árið 2014 var kristið par myrt og lík þeirra brennd eftir að þau voru ranglega sökuð um að hafa vanvirt Kóraninn.
Pakistan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira