Fótbolti

Íslendingalið Lyngby missteig sig í baráttunni um sæti í efstu deild

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, og Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins.
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, og Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins. Mynd/Lyngby

Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar mátti þola 2-1 tap gegn Horsens í dönsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Aðeins þrjú stig skildu liðin að fyrir leik dagsins, en Lyngby sat í öðru sæti og Horsens því þriðja. Leikurinn var því gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og Aron Sigurðarson byrjaði leikinn í liði Horsens, en það voru gestirnir í Horsens sem tóku forystuna eftir klukkutíma leik.

Magnus Kaastrup jafnaði metin fyrir Lyngby skömmu síðar, en Magnus Risgaard Jensen kom gestunum yfir á nýjan leik þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og þar við sat.

Niðurstaðan varð því 2-1 sigur Horsens og liðin eru nú jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Lyngby hefur þó betri markatölu og liðið hefur því örögin enn í sínum höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×