Þrumuræða Davíðs Þórs á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 21:34 Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælendum var heitt í hamsi og mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. Lögregla telur að á Austurvelli hafi komið saman um fjögur til fimm hundruð manns. Slagorðið var „Bjarna burt“, sem kyrjað var við miklar undirtektir. Það hefur gustað um ríkisstjórnina, og einkum Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, vegna Íslandsbankasölunnar síðustu daga. Hún sætti áfram harðri gagnrýni í dag og í þeim efnum var séra Davíð Þór Jónsson einna aðsópsmestur. „Krafa okkar er skýlaus og sanngjörn. Burt með siðblindingjana úr fjármálakerfinu. Burt með strengjabrúður auðvaldsins úr ríkisstjórn. [...] Það sem blasir við okkur er ógeð á ógeð ofan. Það sem blasir við okkur er að þessu ógeði þarf að bylta. Og það þarf að bylta því núna,“ sagði Davíð í ræðu sinni. Ræðu Davíðs Þórs má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. Upplifir allt upp á nýtt Annar ræðumaður, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata, vildi fjármálaráðherra tafarlaust úr embætti og sagði ábyrgð forsætisráðherra og innviðaráðherra einnig mikla. Og krafa mótmælenda sem hlýddu á ávörpin var skýr. „Ég vil allavega að Bjarni fari burt og segi af sér og axli ábyrgð á þessu hneyksli,“ sagði Bergljót Þorsteinsdóttir. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon voru á sama máli. „Við ákváðum fyrir síðasta hrun að við vildum ekki búa í þessu landi, fluttum í annað land. Bjuggum þar í fjögur ár, komum heim aftur því við erum Íslendingar. Og mér finnst ég vera að upplifa allt aftur. Í morgun var ég komin á netið á Finn.is að leita mér að húsnæði í Noregi. Ég hef ekki orð yfir þetta, ég er svo sorgmædd,“ sagði Sandra. „Þetta er náttúrulega öll stjórnin. Vinstri grænir eiga að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Magnús. Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00 Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Lögregla telur að á Austurvelli hafi komið saman um fjögur til fimm hundruð manns. Slagorðið var „Bjarna burt“, sem kyrjað var við miklar undirtektir. Það hefur gustað um ríkisstjórnina, og einkum Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, vegna Íslandsbankasölunnar síðustu daga. Hún sætti áfram harðri gagnrýni í dag og í þeim efnum var séra Davíð Þór Jónsson einna aðsópsmestur. „Krafa okkar er skýlaus og sanngjörn. Burt með siðblindingjana úr fjármálakerfinu. Burt með strengjabrúður auðvaldsins úr ríkisstjórn. [...] Það sem blasir við okkur er ógeð á ógeð ofan. Það sem blasir við okkur er að þessu ógeði þarf að bylta. Og það þarf að bylta því núna,“ sagði Davíð í ræðu sinni. Ræðu Davíðs Þórs má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. Upplifir allt upp á nýtt Annar ræðumaður, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata, vildi fjármálaráðherra tafarlaust úr embætti og sagði ábyrgð forsætisráðherra og innviðaráðherra einnig mikla. Og krafa mótmælenda sem hlýddu á ávörpin var skýr. „Ég vil allavega að Bjarni fari burt og segi af sér og axli ábyrgð á þessu hneyksli,“ sagði Bergljót Þorsteinsdóttir. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon voru á sama máli. „Við ákváðum fyrir síðasta hrun að við vildum ekki búa í þessu landi, fluttum í annað land. Bjuggum þar í fjögur ár, komum heim aftur því við erum Íslendingar. Og mér finnst ég vera að upplifa allt aftur. Í morgun var ég komin á netið á Finn.is að leita mér að húsnæði í Noregi. Ég hef ekki orð yfir þetta, ég er svo sorgmædd,“ sagði Sandra. „Þetta er náttúrulega öll stjórnin. Vinstri grænir eiga að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Magnús.
Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00 Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00
Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19
Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56