Fótbolti

Heiðursstúkan: Hver veit mest um Bestu deildina?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hart tekist á í Heiðursstúkunni í dag.
Hart tekist á í Heiðursstúkunni í dag. Skjáskot/Stöð 2 Sport

Heiðursstúkan er spurningakeppni sem sýnd er á Vísi á föstudögum og í dag er Besta deildin í brennidepli.

Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum að venju og vel við hæfi að Besta deildin í fótbolta sé í fyrirrúmi í þætti dagsins þar sem keppni í deildinni hefst á mánudag þegar Íslandsmeistarar Víkings taka á móti FH.

Gestir þáttarins í dag eru Sæbjörn Þór Þorbergsson Steinke, fréttaritari Fótbolta.net og Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is.

Um er að ræða vefmiðla sem sérhæfa sig í umfjöllun um fótbolta og því spennandi að sjá hvor er betur að sér um rjómann af íslenska boltanum.

Klippa: Heiðursstúkan: Besta-deildin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×