Ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar: „Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 11:00 Sylvía Ólafsdóttir lögmaður segir að flestir starfsmenn séu enn að melta fregnir vikunnar. Vísir/Egill Lögfræðingur hyggst bjóða fría lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar sem sagt var upp í hópuppsögn í vikunni. Hún segir að réttlætiskennd sinni sé misboðið og að það skjóti skökku við að stéttarfélag grípi til umræddra aðgerða gegn starfsmönnum sínum. Sylvía Ólafsdóttir lögmaður vann hjá Eflingu en hætti árið 2020. Hún segir að málið varði sig sérstaklega enda séu margir þeirra, sem sagt var upp í vikunni, fyrrum samstarfsmenn. „Þetta eru vinnufélagar mínir fyrrverandi. Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið. Hópuppsagnir stéttarfélags; stéttarfélags sem á að berjast fyrir að svona sé aldrei gert. Stéttarfélag ætti að vera fyrirmyndavinnustaður þar sem að öllu starfsfólki liði vel og fengi greitt fyrir vinnu sína. Þetta er bara svo öfugsnúið,“ segir Sylvía. „Fólk er bara í áfalli“ Hún segir að málin skýrist vonandi á næstu dögum en telur að skrifstofan verði óstarfhæf - að minnsta kosti um sinn. Margir hafi haft samband við hana nú þegar og hún gerir ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn eftir páska. Sylvía Ólafsdóttir lögmaður segir að margir starfsmenn hafi átt erfitt með svefn og séu hreinlega í áfalli.Aðsend „Fólk er bara í áfalli, það er ekki að sofa á nóttunni og bara áhyggjur og kvíði yfir framtíðinni. Ég sé ekki fyrir mér að skrifstofan verði starfhæf í mjög langan tíma,“ segir Sylvía. Aðspurð segist hún ekki hika við að bera lögmæti uppsagnanna undir dómstóla: „Auðvitað. Við myndum alltaf ráðleggja félagsmönnum þetta, að sækja sinn ýtrasta rétt. Það er það sem stéttarfélög gera,“ segir Sylvía. Hún ítrekar að starfsfólk Eflingar geti leitað til stéttarfélaga sinna vegna uppsagnanna en margir starfsmenn eru í VR. Þeir starfsmenn Eflingar sem einnig hafa verið í stéttarfélaginu sem slíku eigi ekki í nein hús að vernda. Kanna grundvöll fyrir skaðabótamálum Meðal þeirra hluta sem hún ætlar að kanna er hvernig staðið var að undirbúningi uppsagnanna - hvort að framkvæmdin hafi verið rétt. Fólki hafi verið sagt upp með tölvupósti um miðja nótt og athuga þurfi hvort grundvöllur geti verið fyrir skaðabótamálum. „Ég hef aldrei séð svona. Burtséð frá því hvort að það er stéttarfélag eða ekki, sérðu bara fyrir þér að einhver opinber stofnun segi: „Hey, við þurfum að breyta launastrúktúr og skipulagi. Rekum bara alla.“ Maður sér það alveg að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun verður óstarfhæf því það er ekkert víst að allir sem að fá þessa blautu tusku í andlitið vilji vinna þarna áfram og sækja um aftur,“ segir Sylvía. „Það eru rosalega margir í áfalli. Þetta var bara svakalegur skellur, ég er ekki að sjá fyrir mér það séu allir þarna sem eru að fara að eiga gleðilega páska. Fólk er bara í sjokki. Og sumum hafa aldrei verið sagt upp; að fá þessa höfnun,“ bætir hún við. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. 14. apríl 2022 18:54 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Sylvía Ólafsdóttir lögmaður vann hjá Eflingu en hætti árið 2020. Hún segir að málið varði sig sérstaklega enda séu margir þeirra, sem sagt var upp í vikunni, fyrrum samstarfsmenn. „Þetta eru vinnufélagar mínir fyrrverandi. Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið. Hópuppsagnir stéttarfélags; stéttarfélags sem á að berjast fyrir að svona sé aldrei gert. Stéttarfélag ætti að vera fyrirmyndavinnustaður þar sem að öllu starfsfólki liði vel og fengi greitt fyrir vinnu sína. Þetta er bara svo öfugsnúið,“ segir Sylvía. „Fólk er bara í áfalli“ Hún segir að málin skýrist vonandi á næstu dögum en telur að skrifstofan verði óstarfhæf - að minnsta kosti um sinn. Margir hafi haft samband við hana nú þegar og hún gerir ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn eftir páska. Sylvía Ólafsdóttir lögmaður segir að margir starfsmenn hafi átt erfitt með svefn og séu hreinlega í áfalli.Aðsend „Fólk er bara í áfalli, það er ekki að sofa á nóttunni og bara áhyggjur og kvíði yfir framtíðinni. Ég sé ekki fyrir mér að skrifstofan verði starfhæf í mjög langan tíma,“ segir Sylvía. Aðspurð segist hún ekki hika við að bera lögmæti uppsagnanna undir dómstóla: „Auðvitað. Við myndum alltaf ráðleggja félagsmönnum þetta, að sækja sinn ýtrasta rétt. Það er það sem stéttarfélög gera,“ segir Sylvía. Hún ítrekar að starfsfólk Eflingar geti leitað til stéttarfélaga sinna vegna uppsagnanna en margir starfsmenn eru í VR. Þeir starfsmenn Eflingar sem einnig hafa verið í stéttarfélaginu sem slíku eigi ekki í nein hús að vernda. Kanna grundvöll fyrir skaðabótamálum Meðal þeirra hluta sem hún ætlar að kanna er hvernig staðið var að undirbúningi uppsagnanna - hvort að framkvæmdin hafi verið rétt. Fólki hafi verið sagt upp með tölvupósti um miðja nótt og athuga þurfi hvort grundvöllur geti verið fyrir skaðabótamálum. „Ég hef aldrei séð svona. Burtséð frá því hvort að það er stéttarfélag eða ekki, sérðu bara fyrir þér að einhver opinber stofnun segi: „Hey, við þurfum að breyta launastrúktúr og skipulagi. Rekum bara alla.“ Maður sér það alveg að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun verður óstarfhæf því það er ekkert víst að allir sem að fá þessa blautu tusku í andlitið vilji vinna þarna áfram og sækja um aftur,“ segir Sylvía. „Það eru rosalega margir í áfalli. Þetta var bara svakalegur skellur, ég er ekki að sjá fyrir mér það séu allir þarna sem eru að fara að eiga gleðilega páska. Fólk er bara í sjokki. Og sumum hafa aldrei verið sagt upp; að fá þessa höfnun,“ bætir hún við.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. 14. apríl 2022 18:54 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54
Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. 14. apríl 2022 18:54
Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51