„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 15:54 Guðmundur Baldursson, fyrrverandi stjórnarmaður Eflingar og frambjóðandi til formanns, gagnrýnir ákvörðun Sólveigar harðlega. Stöð 2/Egill Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. Guðmundur Baldursson kom inn í stjórn Eflingar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur árið 2018, en bauð sig svo fram til formanns félagsins gegn Sólveigu í nýafstöðnum kosningum í febrúar. „Maður á varla orð yfir þetta. Ég þekki Sólveigu frá 2018. Mér hefði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að hún gerði svona. Væntanlega kemur þá þarna inn nýtt fólk. Gríðarlega dýrmæt þekking sem er farin í burtu, hún tekur mörg ár að koma til baka. Þú lærir þetta ekki í bókum þetta kemur með reynslunni. Þannig að þetta eru gífurleg afglöp hvað þetta fólk hefur staðið fyrir,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna hefur sagt uppsögnina nauðsynlega til ráðast í nauðsynlegar skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Hún hefur beðið um vinnufrið til þess að koma starfseminni í samt lag og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að skrifstofan verði óstarfhæf í millitíðinni. Átta kusu með uppsögnunum í stjórn Eflingar og sjö kusu gegn. Guðmundur segir að nú sé til umræðu að kalla saman fund á meðal félagsmanna. „Ég heyri það svona utan af mér að það sé möguleiki í stöðunni að kallaður verði saman félagsfundur, sem myndi þá ákveða framhaldið á þessu. Þá væri jafnvel hægt að hugsa sér það að þessi félagsfundur myndi kjósa þetta fólk í burtu,“ segir Guðmundur. Ekkert hefur heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR en Vilhjálmur Birgisson lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær. „Hann hefði getað sagt þetta svo sem sem formaður Verkalýðsfélags Akraness en nú er hann kominn í nýja stöðu sem formaður Starfsgreinasambandsins og inni í þessu sambandi eru tugir félaga. Það eitt og útaf fyrir sig er mjög svo athyglivert að hann skuli ekki gagnrýna þessi vinnubrögð að þarna sé rekin heil skrifstofa í verkalýðsfélagi. Þetta er einmitt hlutur sem Vilhjálmur Birgisson á að standa vörð um að geti ekki gerst,“ segir Guðmundur. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Guðmundur Baldursson kom inn í stjórn Eflingar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur árið 2018, en bauð sig svo fram til formanns félagsins gegn Sólveigu í nýafstöðnum kosningum í febrúar. „Maður á varla orð yfir þetta. Ég þekki Sólveigu frá 2018. Mér hefði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að hún gerði svona. Væntanlega kemur þá þarna inn nýtt fólk. Gríðarlega dýrmæt þekking sem er farin í burtu, hún tekur mörg ár að koma til baka. Þú lærir þetta ekki í bókum þetta kemur með reynslunni. Þannig að þetta eru gífurleg afglöp hvað þetta fólk hefur staðið fyrir,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna hefur sagt uppsögnina nauðsynlega til ráðast í nauðsynlegar skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Hún hefur beðið um vinnufrið til þess að koma starfseminni í samt lag og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að skrifstofan verði óstarfhæf í millitíðinni. Átta kusu með uppsögnunum í stjórn Eflingar og sjö kusu gegn. Guðmundur segir að nú sé til umræðu að kalla saman fund á meðal félagsmanna. „Ég heyri það svona utan af mér að það sé möguleiki í stöðunni að kallaður verði saman félagsfundur, sem myndi þá ákveða framhaldið á þessu. Þá væri jafnvel hægt að hugsa sér það að þessi félagsfundur myndi kjósa þetta fólk í burtu,“ segir Guðmundur. Ekkert hefur heyrst frá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR en Vilhjálmur Birgisson lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær. „Hann hefði getað sagt þetta svo sem sem formaður Verkalýðsfélags Akraness en nú er hann kominn í nýja stöðu sem formaður Starfsgreinasambandsins og inni í þessu sambandi eru tugir félaga. Það eitt og útaf fyrir sig er mjög svo athyglivert að hann skuli ekki gagnrýna þessi vinnubrögð að þarna sé rekin heil skrifstofa í verkalýðsfélagi. Þetta er einmitt hlutur sem Vilhjálmur Birgisson á að standa vörð um að geti ekki gerst,“ segir Guðmundur.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira