Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 21:06 Hamarshöllin í Hveragerði var eina loftborna íþróttahús landsins. Vísir/Magnús Hlynur Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu. Að sögn fulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsa með Framsókn var ekki tekið nægt tillit til íslenskrar veðráttu, krafna íþróttafélagsins Hamars og annarra byggingakosta. Þeir sátu hjá hjá við afgreiðslu málsins á bæjarstjórnarfundi í gær. Gagnrýndi minnihlutinn meðal annars að ákvörðun hafi verið tekin áður en það lægi fyrir hvað varð þess valdandi að Hamarshöllin féll. Áhættumat vanti í skýrslu verkfræðistofunnar Verkís sem meirihlutinn lagði fram til grundvallar. „Það er mat minnihlutans að það sé óábyrgt að taka ákvörðun um hundruð milljóna króna fjárfestingu þegar slík niðurstaða liggi ekki fyrir,“ segir í sameiginlegri bókun minnihlutans en í honum sitja Njörður Sigurðsson, Sigrún Árnadóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. Ekki tekið tillit til krafna íþróttafélagsins Sömuleiðis er gerð athugasemd við að meirihlutinn hafi ekki fallist á kröfu um að fresta ákvörðun um framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar, meðal annars í ljósi þess hve seint gögn hafi borist og að skýrsla Verkís hafi verið ófullgerð. Þá segir minnihlutinn að ekki hafi verið tekið tillit til krafna Íþróttafélagsins Hamars sem erfitt sé að fullnægja með loftborinni höll eða reynslu af slíkum íþróttahúsum hér á landi og í nágrannalöndum. Hamarshöllin hafi enst í tíu ár og ljóst að nokkrum sinnum áður hafi munað litlu að hún myndi fjúka líkt og hún gerði í febrúar. „Þá eru dæmi frá Noregi um að loftborið íþróttahús knattspyrnufélagsins Rosenberg (Abrahallen) fauk tvisvar af grunni sínum (2009 og 2011) þar til ákveðið var að hverfa frá hugmyndum um slík hús og stálgrindarhús byggt í staðinn. Í Danmörku fauk Østre Skøjtehal, sem var loftborin skautahöll, í vindi árið 2010 og hafði þá staðið í tvö ár. Í febrúar á þessu ári hrundi Karlstad airdome í Svíþjóð, sem var loftborin íþróttahöll, undan snjóþunga. Dæmi eru miklu fleiri þar sem loftborin íþróttahús hafa hrunið til grunna. Líka má benda á að Hamarshöllin er eina 5.000 fermetra húsið á Íslandi sem hefur í heilu lagi fokið af grunni sínum og eyðilagst í heilu lagi. Slíkt gerist ekki við hefðbundnar byggingar. Þá má benda á að á Íslandi er vindasamt og því á líklega ekki við að reisa loftborin hús hér,“ segir í bókun minnihlutans. Ekki sé boðlegt að ítrekað þurfi að fresta æfingum vegna þess að loftborið íþróttahús geti ekki staðið af sér íslenskan vind. Ekki skoðað alla kosti Varðandi skýrslu Verkís sem meirihlutinn lagði fram segja fulltrúar minnihlutans að bæjarstjórn hafi ákveðið að gerð væri úttekt á fimm kostum: loftbornu íþróttahús, einangruðu stálgrindarhúsi, óeinangruðu stálgrindarhúsi, einangruðu límtréshúsi og óeinangruðu límstréshúsi. Í skýrslunni sé einungis kannaðir fyrstu tveir kostirnir. „Furðulegt er að sjá að Verkís hefur ekki unnið skýrsluna eftir óskum bæjarstjórnar. Óskar minnihlutinn eftir upplýsingum hvers vegna þetta er og hvers vegna skýrslan liggi fyrir bæjarstjórn ófullkláruð. Það er mat undirritaðra að ekki sé hægt að taka fyrir skýrslu í bæjarstjórn sem er ekki unnin eftir óskum bæjarstjórnar.“ Þá sé ekki að finna upplýsingar í skýrslunni um möguleika á innfluttum stálgreindarhúsum sem séu, að sögn minnihlutans, mun hagkvæmari í innkaupum og framkvæmd heldur en fram komi í skýrslunni, en þar er miðað við stálgrindahús sem byggt sé á staðnum. „Þegar ljóst var hversu skýrsla Verkís var rýr ákváðu undirrituð að leita upplýsinga annarsstaðar um mögulega uppbyggingu Hamarshallarinnar. Verðhugmynd liggur fyrir um að það kosti um 260 m.kr. að koma upp einangruðu stálgrindarhúsi á grunni Hamarshallarinnar og að húsið verði tilbúið í lok nóvember og er um að ræða hús sem þegar er reynsla af hér á landi.“ Meirihluti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gerir ráð fyrir að endurreist uppblásið íþróttahús kosti á bilinu 315 til 370 milljónir króna. Þá er að fullu verðlögð öll sú sjálfboðavinna sem fram fór við samsetningu hallarinnar síðast. Segja meirihlutann hafa brotið lög „Í skýrslu Verkís talað um lítinn viðhaldskostnað á loftbornu húsi en ekki er tekið til greina hvað kostar að skipta um dúk eftir t.d. 5 ár, 7 ár eða 10 ár. Ekki er tekið tillit til þess að dúkur í loftborinni íþróttahöll endist tiltölulega stutt (við íslenskar aðstæður er ending samkvæmt reynslu tíu ár). Því væri rétt að taka tillit til þess að viðhaldskostnaði en það er ekki gert í skýrslu Verkís,“ segir jafnframt í bókun fulltrúa minnihlutans. Einnig gera þeir athugasemdir við að þeir hafi ekki fengið aðgang að öllum gögnum málsins fyrr en tæpum sólarhring fyrir fund bæjarstjórnar og það eftir ítrekaðar óskir um að fá aðgang að gögnunum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eigi öll fundargögn að berast fulltrúum minnst tveimur sólarhringum fyrir fund. „Því er ljóst að útsending fundargagna er í andstöðu við lög og getur því ákvörðun um þennan lið í dagskrá bæjarstjórnar vart talist lögleg.“ Hveragerði Sveitarstjórnarmál Hamar Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Að sögn fulltrúar Okkar Hveragerðis og Frjálsa með Framsókn var ekki tekið nægt tillit til íslenskrar veðráttu, krafna íþróttafélagsins Hamars og annarra byggingakosta. Þeir sátu hjá hjá við afgreiðslu málsins á bæjarstjórnarfundi í gær. Gagnrýndi minnihlutinn meðal annars að ákvörðun hafi verið tekin áður en það lægi fyrir hvað varð þess valdandi að Hamarshöllin féll. Áhættumat vanti í skýrslu verkfræðistofunnar Verkís sem meirihlutinn lagði fram til grundvallar. „Það er mat minnihlutans að það sé óábyrgt að taka ákvörðun um hundruð milljóna króna fjárfestingu þegar slík niðurstaða liggi ekki fyrir,“ segir í sameiginlegri bókun minnihlutans en í honum sitja Njörður Sigurðsson, Sigrún Árnadóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir. Ekki tekið tillit til krafna íþróttafélagsins Sömuleiðis er gerð athugasemd við að meirihlutinn hafi ekki fallist á kröfu um að fresta ákvörðun um framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar, meðal annars í ljósi þess hve seint gögn hafi borist og að skýrsla Verkís hafi verið ófullgerð. Þá segir minnihlutinn að ekki hafi verið tekið tillit til krafna Íþróttafélagsins Hamars sem erfitt sé að fullnægja með loftborinni höll eða reynslu af slíkum íþróttahúsum hér á landi og í nágrannalöndum. Hamarshöllin hafi enst í tíu ár og ljóst að nokkrum sinnum áður hafi munað litlu að hún myndi fjúka líkt og hún gerði í febrúar. „Þá eru dæmi frá Noregi um að loftborið íþróttahús knattspyrnufélagsins Rosenberg (Abrahallen) fauk tvisvar af grunni sínum (2009 og 2011) þar til ákveðið var að hverfa frá hugmyndum um slík hús og stálgrindarhús byggt í staðinn. Í Danmörku fauk Østre Skøjtehal, sem var loftborin skautahöll, í vindi árið 2010 og hafði þá staðið í tvö ár. Í febrúar á þessu ári hrundi Karlstad airdome í Svíþjóð, sem var loftborin íþróttahöll, undan snjóþunga. Dæmi eru miklu fleiri þar sem loftborin íþróttahús hafa hrunið til grunna. Líka má benda á að Hamarshöllin er eina 5.000 fermetra húsið á Íslandi sem hefur í heilu lagi fokið af grunni sínum og eyðilagst í heilu lagi. Slíkt gerist ekki við hefðbundnar byggingar. Þá má benda á að á Íslandi er vindasamt og því á líklega ekki við að reisa loftborin hús hér,“ segir í bókun minnihlutans. Ekki sé boðlegt að ítrekað þurfi að fresta æfingum vegna þess að loftborið íþróttahús geti ekki staðið af sér íslenskan vind. Ekki skoðað alla kosti Varðandi skýrslu Verkís sem meirihlutinn lagði fram segja fulltrúar minnihlutans að bæjarstjórn hafi ákveðið að gerð væri úttekt á fimm kostum: loftbornu íþróttahús, einangruðu stálgrindarhúsi, óeinangruðu stálgrindarhúsi, einangruðu límtréshúsi og óeinangruðu límstréshúsi. Í skýrslunni sé einungis kannaðir fyrstu tveir kostirnir. „Furðulegt er að sjá að Verkís hefur ekki unnið skýrsluna eftir óskum bæjarstjórnar. Óskar minnihlutinn eftir upplýsingum hvers vegna þetta er og hvers vegna skýrslan liggi fyrir bæjarstjórn ófullkláruð. Það er mat undirritaðra að ekki sé hægt að taka fyrir skýrslu í bæjarstjórn sem er ekki unnin eftir óskum bæjarstjórnar.“ Þá sé ekki að finna upplýsingar í skýrslunni um möguleika á innfluttum stálgreindarhúsum sem séu, að sögn minnihlutans, mun hagkvæmari í innkaupum og framkvæmd heldur en fram komi í skýrslunni, en þar er miðað við stálgrindahús sem byggt sé á staðnum. „Þegar ljóst var hversu skýrsla Verkís var rýr ákváðu undirrituð að leita upplýsinga annarsstaðar um mögulega uppbyggingu Hamarshallarinnar. Verðhugmynd liggur fyrir um að það kosti um 260 m.kr. að koma upp einangruðu stálgrindarhúsi á grunni Hamarshallarinnar og að húsið verði tilbúið í lok nóvember og er um að ræða hús sem þegar er reynsla af hér á landi.“ Meirihluti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gerir ráð fyrir að endurreist uppblásið íþróttahús kosti á bilinu 315 til 370 milljónir króna. Þá er að fullu verðlögð öll sú sjálfboðavinna sem fram fór við samsetningu hallarinnar síðast. Segja meirihlutann hafa brotið lög „Í skýrslu Verkís talað um lítinn viðhaldskostnað á loftbornu húsi en ekki er tekið til greina hvað kostar að skipta um dúk eftir t.d. 5 ár, 7 ár eða 10 ár. Ekki er tekið tillit til þess að dúkur í loftborinni íþróttahöll endist tiltölulega stutt (við íslenskar aðstæður er ending samkvæmt reynslu tíu ár). Því væri rétt að taka tillit til þess að viðhaldskostnaði en það er ekki gert í skýrslu Verkís,“ segir jafnframt í bókun fulltrúa minnihlutans. Einnig gera þeir athugasemdir við að þeir hafi ekki fengið aðgang að öllum gögnum málsins fyrr en tæpum sólarhring fyrir fund bæjarstjórnar og það eftir ítrekaðar óskir um að fá aðgang að gögnunum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eigi öll fundargögn að berast fulltrúum minnst tveimur sólarhringum fyrir fund. „Því er ljóst að útsending fundargagna er í andstöðu við lög og getur því ákvörðun um þennan lið í dagskrá bæjarstjórnar vart talist lögleg.“
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Hamar Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57
Hamarshöllin í Hveragerði fokin Hamarshöllin, risa blöðru íþróttahús er fokin og stendur grunnur hússins aðeins eftir. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði staðfesti að höllin hafi fokið snemma í morgun í ofsaveðri í Hveragerði. 22. febrúar 2022 09:54