Erlent

Tala látinna hækkar á Filippseyjum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vatn umlykur borgir og bæi á Filippseyjum. 
Vatn umlykur borgir og bæi á Filippseyjum.  EPA-EFE

Tala látinna á Filippseyjum eftir hitabeltisstorminn Megi heldur áfram að hækka.

 Nú er ljóst að fimmtíu og þrír hið minnsta hafa látið lífið í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar í fyrradag en björgunarliðar eru enn að störfum í þorpum sem eru umlukin vatni eða á kafi eftir aurskriður.

Talið er víst að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar en í einu þorpi til að mynda skolaði áttatíu prósentum húsa á haf út. Rúmlega hundrað þúsund manns á suður- og austurströndum landsins hafa orðið fyrir veðrinu með einhverjum hætti og rafmagnslaust er víða.

Megi er fyrsti stormurinn á þessu tímabili í landinu en um tuttugu slíkir ganga yfir eyjaklasann á hverju tímabili að meðaltali.


Tengdar fréttir

25 látnir á Filipps­eyjum vegna hita­beltis­stormsins Megi

Að minnsta kosti 25 eru látnir á Filippseyjum eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir landið. Mesta tjónið hefur orðið í flóðum og aurskriðum og eru björgunarsveitir enn að störfum við að bjarga fólki sem hefur orðið innlyksa á austur- og suðurströndum eyjaklasans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×