Evrópumeistararnir úr leik eftir framlengdan leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 21:33 Karim Benzema skoraði markið sem skilaði Real Madrid í undanúrslit. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Real Madrid er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-2 tap gegn Evrópumeisturum Chelsea í framlengdum leik í kvöld. Madrídingar unnu fyrri leik liðanna 3-1 og fara því áfram eftir samanlagðan 5-4 sigur. Eftir 3-1 tap á heimavelli var ljóst að Chelsea-liðið hafði verk að vinna og leikmenn liðsins hófust strax handa. Mason Mount kom Chelsea yfir á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Mount var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Antonio Rüdiger og allt í einu var staðan orðin jöfn í einvíginu. Marcos Alonso hélt svo að hann væri búinn að koma Chelsea í 0-3 eftir um klukkutíma leik þegar hann setti boltann í netið með frábæru skoti. Strákarnir í VAR-herberginu tóku sér hins vegar góðan tíma í að skoða markið og komust svo að því að boltinn hafði farið í hönd Alonso í aðdraganda marksins og það var því dæmt af. Gestirnir í Chelsea komust þó í forystu í einvíginu þegar Timo Werner breytti stöðunni í 3-0 með virkilega góðu einstaklingsmarki á 75. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því Rodrygo minnkaði muninn í 1-3 með marki á 80. mínútu eftir gullfallega utanfótarsendingu frá Luka Modric. LET'S TALK ABOUT LUKA MODRIĆ 🤯 pic.twitter.com/71Jt9AZa5G— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) April 12, 2022 Þetta reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og niðurstaðan eftir 90 mínútur varð 1-3 sigur Chelsea. Þar sem Real Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 3-1 þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Heimamenn í Real Madrid mættu ákveðnir til leiks í framlenginuna og á 96. mínútu skoraði Karim Benzema með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Vinicius Junior. Það reyndist eina mark framlengingarinnar og Real Madrid er því á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-4 sigur gegn Chelsea. Madrídingar mæta annað hvort Manchester City eða Atlético Madrid í undanúrslitum, en Englandsmeistarar City unnu fyrri leik liðanna 1-0. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Sjá meira
Eftir 3-1 tap á heimavelli var ljóst að Chelsea-liðið hafði verk að vinna og leikmenn liðsins hófust strax handa. Mason Mount kom Chelsea yfir á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Mount var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Antonio Rüdiger og allt í einu var staðan orðin jöfn í einvíginu. Marcos Alonso hélt svo að hann væri búinn að koma Chelsea í 0-3 eftir um klukkutíma leik þegar hann setti boltann í netið með frábæru skoti. Strákarnir í VAR-herberginu tóku sér hins vegar góðan tíma í að skoða markið og komust svo að því að boltinn hafði farið í hönd Alonso í aðdraganda marksins og það var því dæmt af. Gestirnir í Chelsea komust þó í forystu í einvíginu þegar Timo Werner breytti stöðunni í 3-0 með virkilega góðu einstaklingsmarki á 75. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því Rodrygo minnkaði muninn í 1-3 með marki á 80. mínútu eftir gullfallega utanfótarsendingu frá Luka Modric. LET'S TALK ABOUT LUKA MODRIĆ 🤯 pic.twitter.com/71Jt9AZa5G— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) April 12, 2022 Þetta reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og niðurstaðan eftir 90 mínútur varð 1-3 sigur Chelsea. Þar sem Real Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 3-1 þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Heimamenn í Real Madrid mættu ákveðnir til leiks í framlenginuna og á 96. mínútu skoraði Karim Benzema með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Vinicius Junior. Það reyndist eina mark framlengingarinnar og Real Madrid er því á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-4 sigur gegn Chelsea. Madrídingar mæta annað hvort Manchester City eða Atlético Madrid í undanúrslitum, en Englandsmeistarar City unnu fyrri leik liðanna 1-0.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Sjá meira