Katrín skoðaði nýja burstabæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2022 20:05 Sigfús og Katrín forsætisráðherra þegar hún heimsótti hann nýlega í nýja burstabæinn á Selfossi. Það fór vel á með þeim. Aðsend Sigfús Kristinsson, níræður húsasmíðameistari á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði húsa því hann var að smíða burstabæ í bæjarfélaginu. Burstabærinn hans Sigfúsar Kristinssonar, sem er yfirleitt kallaður Fúsi Kristins stendur við Bankaveg, mjög fallegt hús, sem vekur athygli rétt við miðbæ Selfoss. Fúsi, sem er rétt að verða níræður á fjölmörg hús á Selfossi, sem hann leigir út og þá hefur hann byggt fjölmörg í bæjarfélaginu. Hann hefur alltaf verið afkastamikill smiður og í mörg ár með margt fólk í vinnu. Burstabærinn hefur verið gæluverkefni Fúsa en hann er og má vera stoltur af húsinu, sem er búið að innrétta að innan og verður sett í leigu fljótlega. Það heitir Fagribær og er um 100 fermetrar á tveimur hæðum. „Ég teiknaði þetta sjálfur allt saman og lagði fyrir byggingarnefnd. Það tók nú eins langan tíma að koma þessu í gegnum byggingarnefnd eins og að byggja bústaðinn held ég, það var svolítið þungt að koma þessu í gegn. Ég er mjög stoltur af húsinu, það lukkaðist afskaplega vel að byggja þetta,“ segir Fúsi. Burstabærinn er á tveimur hæðum og heitir Fagribær. Hann stendur við Bankaveg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er nú ekki fyrsta húsið sem þú byggir á Selfossi? „Nei, þau eru svo mörg að ég hef ekki tölu á þeim, það er svo mikið.“ Fúsi segir að mjög margt hafi breyst með byggingar húsa frá því að hann var að læra og að byrja að byggja sín fyrstu hús. „Já, þetta var svo einfalt hér áður fyrr, nú eru reglugerðir endalaust, helvítis reglugerðir í bak og fyrir, úttektir og vesen. Íslendingar fara fram úr sér áður en þeir vita af, Íslendingar eru þannig, framkvæma hlutina og redda svo hlutunum einhvern veginn eftir á,“ segir Fúsi og hlær. En ætlar Fúsi að halda áfram að byggja hús eða er hann hættur? „Nei, nei, ég held áfram að byggja, það er ekki spurning.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti Fúsa nýlega í burstabæinn. Hann hafði gaman af þeirri heimsókn. „Jú, jú, það er allt í lagi með hana, hún er eins og skólastelpa að hitta hana, hún leynir svolítið á sér, kollurinn er í góðu lagi á henni,“ segir Fúsi. Fúsi segist ætla að leigja burstabæinn út til einhverrar fjölskyldu en það gerist þó ekki fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí því kosningaskrifstofa Vinstri grænna verður í húsinu og var það skjalfest með undirritun leigusamnings í Fagrabæ á dögunum. Sigfús Kristinsson, húsasmíðameistari á Selfossi, sem lætur fara vel um sig í Fagrabæ, burstabænum, sem hann var að byggja. Hann verður 90 ára 27. maí næstkomandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira
Burstabærinn hans Sigfúsar Kristinssonar, sem er yfirleitt kallaður Fúsi Kristins stendur við Bankaveg, mjög fallegt hús, sem vekur athygli rétt við miðbæ Selfoss. Fúsi, sem er rétt að verða níræður á fjölmörg hús á Selfossi, sem hann leigir út og þá hefur hann byggt fjölmörg í bæjarfélaginu. Hann hefur alltaf verið afkastamikill smiður og í mörg ár með margt fólk í vinnu. Burstabærinn hefur verið gæluverkefni Fúsa en hann er og má vera stoltur af húsinu, sem er búið að innrétta að innan og verður sett í leigu fljótlega. Það heitir Fagribær og er um 100 fermetrar á tveimur hæðum. „Ég teiknaði þetta sjálfur allt saman og lagði fyrir byggingarnefnd. Það tók nú eins langan tíma að koma þessu í gegnum byggingarnefnd eins og að byggja bústaðinn held ég, það var svolítið þungt að koma þessu í gegn. Ég er mjög stoltur af húsinu, það lukkaðist afskaplega vel að byggja þetta,“ segir Fúsi. Burstabærinn er á tveimur hæðum og heitir Fagribær. Hann stendur við Bankaveg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þetta er nú ekki fyrsta húsið sem þú byggir á Selfossi? „Nei, þau eru svo mörg að ég hef ekki tölu á þeim, það er svo mikið.“ Fúsi segir að mjög margt hafi breyst með byggingar húsa frá því að hann var að læra og að byrja að byggja sín fyrstu hús. „Já, þetta var svo einfalt hér áður fyrr, nú eru reglugerðir endalaust, helvítis reglugerðir í bak og fyrir, úttektir og vesen. Íslendingar fara fram úr sér áður en þeir vita af, Íslendingar eru þannig, framkvæma hlutina og redda svo hlutunum einhvern veginn eftir á,“ segir Fúsi og hlær. En ætlar Fúsi að halda áfram að byggja hús eða er hann hættur? „Nei, nei, ég held áfram að byggja, það er ekki spurning.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra heimsótti Fúsa nýlega í burstabæinn. Hann hafði gaman af þeirri heimsókn. „Jú, jú, það er allt í lagi með hana, hún er eins og skólastelpa að hitta hana, hún leynir svolítið á sér, kollurinn er í góðu lagi á henni,“ segir Fúsi. Fúsi segist ætla að leigja burstabæinn út til einhverrar fjölskyldu en það gerist þó ekki fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí því kosningaskrifstofa Vinstri grænna verður í húsinu og var það skjalfest með undirritun leigusamnings í Fagrabæ á dögunum. Sigfús Kristinsson, húsasmíðameistari á Selfossi, sem lætur fara vel um sig í Fagrabæ, burstabænum, sem hann var að byggja. Hann verður 90 ára 27. maí næstkomandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Sjá meira