Fótbolti

„Þær breyta kannski hvernig þær spila“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Stöð 2

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem hefur verið fyrirliði fótboltalandsliðsins undanfarin misseri, segir Tékka engin lömb að leika sér við þótt Íslendingar hafi unnið þá tvisvar síðasta hálfa árið.

„Þær eru þéttar, erfitt að brjóta þær á bak aftur þannig ég held að þetta verði hörkuleikur og mæli með að allir horfi á hann,“ sagði Gunnhildur við Vísi fyrir síðustu æfingu íslenska liðsins í Prag í gær. Í dag heldur liðið til Teplice þar sem leikurinn mikilvægi í undankeppni HM 2023 fer fram.

Klippa: Gunnhildur Yrsa í Tékklandi

En hvað þarf íslenska liðið helst að varast hjá því tékkneska?

„Þær eru vilja halda boltanum og eru góðar í því. Svo eru þær mjög þéttar og Bandaríkin skoruðu ekki á móti þeim,“ sagði Gunnhildur og vísaði til leiks Tékka og Bandaríkjamanna á SheBelieves mótinu sem Íslendingar tóku líka þátt á.

Leikurinn er mikilvægur fyrir Ísland en enn mikilvægari fyrir Tékkland. Ef Tékkar vinna ekki í dag geta þeir kvatt möguleikann á 2. sæti riðilsins og þar með sæti í umspili.

„Þær þurfa sigur og munu koma brjálaðar til leiks. Þær breyta kannski hvernig þær spila. Stundum eru þær í lágpressu en það gæti verið að þær kæmu framar. En ef við spilum okkar leik og einbeitum okkur að því getur allt gerst,“ sagði Gunnhildur.

Staðan í riðli Íslands í undankeppni HM og leikirnir sem framundan eru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×