„Já, ef þú skorar ekki mark á 95 mínútum þá verðurðu að vera svekktur. Við hefðum átt að skapa fleiri og hættulegri tækifæri á fyrstu 25. mínútunum þegar við höfðum stjórn á leiknum. Eftir að við fengum á okkur markið þá töpuðum við einbeitingunni“, sagði þjóðverjinn í viðtali strax eftir leik.
Aðspurður hvort það hefði verið nægileg orka í leikmönnum í leiknum sagði hann:
„Við vildum bæta við krafti með skiptingunum en þetta einfaldlega gekk ekki upp, við skoruðum ekki mark á 95 mínútum og þá erum við ekki að skapa nægilega mikið. Það hefði verið mikilvægt að skora í upphafi og við hefðum átt að gera það“, sagði Rangnick, ósáttur í leikslok.
47% - Manchester United have won just 47% of their Premier League games under Ralf Rangnick (8/17), their lowest win rate under any manager in the competition. Struggles. pic.twitter.com/zIvAXTFvk5
— OptaJoe (@OptaJoe) April 9, 2022