Innlent

Ellefu framboð skilað inn listum í Reykjavík

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ellefu stjórnmálaflokkar vilja eiga borgarfulltrúa í Ráðhúsinu næsta kjörtímabil.
Ellefu stjórnmálaflokkar vilja eiga borgarfulltrúa í Ráðhúsinu næsta kjörtímabil. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Ellefu framboð skiluðu inn framboðslistum fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Mbl.is greinir frá þessu. Frestur til að skila inn framboði rann út um hádegi í dag.

Átta flokkar eiga nú fulltrúa í borgarstjórn, flestir frá Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. Flokkarnir þrír sem skilað hafa inn listum en eiga ekki fulltrúa í borgarstjórn eru Framsóknarflokkurinn, Ábyrg framtíð og Reykjavík – Besta borgin.

Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir í samtali við mbl.is að nú taki við vinna að fara yfir listana sem flokkarnir hafa skilað inn. Á morgun berist niðurstaða um endanlegan fjölda framboða.

Í borgarstjórnarkosningunum árið 2018 buðu 16 flokkar sig fram en Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfingin, Borgin okkar - Reykjavík, Alþýðufylkingin, Karlalistinn og Frelsisflokkurinn skiluðu ekki inn listum í ár. 

Framboðin sem skiluðu inn fram­boðslist­um eru:

  • Ábyrg framtíð
  • Flokkur fólksins
  • Framsóknarflokkurinn
  • Miðflokkurinn
  • Píratar
  • Reykjavík – besta borgin
  • Samfylkingin
  • Sjálfstæðisflokkurinn
  • Sósíalistaflokkurinn
  • Viðreisn
  • Vinstri græn


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×