Innlent

Geir Ólafs í framboði fyrir Miðflokkinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Karen Elísabet Halldórsdóttir og Geir Ólafsson skipa fyrsta og annað sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi.
Karen Elísabet Halldórsdóttir og Geir Ólafsson skipa fyrsta og annað sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi. aðsendar

Stórsöngvarinn Geir Ólafsson skipar annað sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Kópavogi í komandi sveitastjórnarkosningum. 

Fyrsta sæti listans skipar Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi, og Una María Óskarsdóttir, fyrrum varaþingmaður Miðflokksins og Framsóknarflokksins, skipar það þriðja.

Karl Gauti Hjaltason, fyrrum þingmaður Miðflokksins, skipar 22. sæti listans og Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, skipar 21. sætið. Sigmundur er formaður og stofnandi Miðflokksins. 

Hér fyrir neðan má sjá listann í heild sinni.

  1. Karen Elísabet Halldórsdóttir
  2. Geir Ólafsson
  3. Una María Óskarsdóttir
  4. Fabiana Martins De Almeida Silva
  5. Guðrún Stefánsdóttir
  6. Geir Jón Grettisson
  7. Margrét Esther Erludóttir
  8. Haukur Valgeir Magnússon
  9. Reynir Zoéga
  10. Hrannar Freyr Hallgrímsson
  11. Ásbjörn Garðar Baldursson
  12. Halldór K. Hjartarsson
  13. Hólmar Á Pálsson
  14. Adriana Patricia Sanchez Krieger
  15. Björgvin Þór Vignisson
  16. Reynir Eiðsson
  17. Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir
  18. Ragnar Kristján Agnarsson.
  19. Ásgeir Önundarson
  20. Ragnheiður Brynjólfsdóttir
  21. Gunnlaugur M. Sigmundsson
  22. Karl Gauti Hjaltason


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×