Innlent

Karen yfir­gefur Sjálf­stæðis­flokkinn og leiðir lista Mið­flokksins

Eiður Þór Árnason skrifar
Karen Elísabet Halldórsdóttir er gengin til liðs við Miðflokkinn. 
Karen Elísabet Halldórsdóttir er gengin til liðs við Miðflokkinn.  Aðsend

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, er nýr oddviti Miðflokksins og óháðra í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Karen hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðastliðin átta ár og varabæjarfulltrúi í fjögur ár.

Fram kemur í tilkynningu frá Miðflokknum að Karen hafi mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum og meðal annars verið formaður velferðarráðs, formaður lista- og menningarráðs, formaður öldungaráðs og setið í stjórn Strætó og stjórn jöfnunarsjóðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Karen er með BA í sálfræði og MA í mannauðsstjórnun og starfar sem skrifstofustjóri. Karen á tvær dætur, Júlíu 21. árs laganema og Elísu 16 ára framhaldsskólanema.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×