Erlent

Þrír látnir eftir snjóflóð í Noregi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjörðurinn Lyngen er vinsælt skíðasvæði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fjörðurinn Lyngen er vinsælt skíðasvæði. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Carlo Morucchio/REDA&CO/Universal Images Group via Getty Images

Þrír eru látnir eftir að snjóflóð féll í firðinum Lyngen í Troms í Noregi í dag.

Fjölmennt björgunarlið var sent á vettvang eftir að útkallið barst, síðdegis í dag.

Hinir látnu voru hluti af níu manna hópi ferðamanna sem var í ferð á svæðinu, sem er vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Í frétt á vef VG segir að læknir, sem flogið var með björgunarliði á vettvang, hafi úrskurðað þau þrjú sem lentu í flóðinu látna. Samkvæmt frétt VG er ekki talið að fleiri hafi lent í snjóflóðinu.

Fjöldi snjóflóða hefur fallið í firðinum sem og víðar í Noregi. Einn fórst og fjórir slösuðust í snjóflóði sem féll í Lyngen í síðustu viku. Íslendingur var á meðal þeirra sem slasaðist í því snjóflóði.


Tengdar fréttir

Einn fórst og nokkrir slösuðust í snjóflóðum í Noregi

Einn fórst og þrír slösuðust í snjóflóði sem féll í firðinum Lyngen í Troms í Noregi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Um var að ræða hóp erlendra ferðamanna en einn til viðbótar komst úr flóðinu án meiðsla. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.