Fjölmenningarsinnaður Framsóknarflokkur lykilspilið í borginni í vor Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 19:32 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að Framsókn sé velferðarflokkur, umburðarlyndur og fjölmenningarsinnaður. Lykilspilið í stokknum. Vísir/Egill Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir að Framsókn verði lykilspilið fyrir þá kjósendur sem vilji breytingar í borginni í vor. Honum þótti leitt að heyra af ummælum formanns flokksins en hann segir að sá sé búinn að axla ábyrgð. Framsóknarflokkurinn fékk síðast mann inn í borgarstjórn árið 2014, þá voru þeir tveir. Árið 2018 náðu þeir ekki einum inn. Nýleg skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu gefur væntingar um betri árangur. Framsókn mælist með þrjá inni og meirihlutinn er fallinn. „Ég er bara mjög glaður með þessar tölur. Við finnum fyrir meðbyr. Það er líka þreyta, skynjar maður, á kjósendum gagnvart meirihlutanum en líka minnihlutanum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Hverju er fólk þreytt á við meirihlutann? „Ég held að fólk sé þreytt á því að hin smæstu mál hafa orðið að miklu ágreiningsmáli. Ákvarðanatakan er erfið vegna þess að það er ósætti og stundum gera menn ágreining bara til að gera ágreining. Við viljum ekki starfa þannig, við erum á miðjunni, við viljum leita lausna, og vera ábyrg. Borgarbúar eiga það skilið,“ segir Einar. Rætt var við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Dagur er slyngur stjórnmálamaður“ Þótt málefnastarfinu sé ekki lokið segir Einar að helstu stefnumál Framsóknar séu bætt grunnþjónusta hvort sem er í samgöngum eða skólamálum, en ekki síst eru það húsnæðismálin. Til sé land sem bíði einfaldlega eftir því að byggt sé á því, svo sem Keldnalandið. „Þéttingin er eitt, hún er ágæt og skynsamleg að mörgu leyti. En það þarf að byggja meira, hraðar og víðar í borginni, skynsamlega og í samhengi við samgönguuppbygginguna. Við finnum bara að það er ákall eftir því að tryggja að borgin gangi betur,“ segir Einar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að ljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn geri ráð fyrir Framsóknarflokknum í stjórnarsamstarf. „Dagur er slyngur stjórnmálamaður, hann brá sér í hlutverk stjórnmálaskýrandans þarna. Við göngum algerlega óbundin til kosninga og við getum unnið bæði til hægri eða vinstri. Það sem kjósendur þurfa að vita, og ég held að þeir séu að átta sig á því, er að ef þeir vilja breytingar í borginni, hvort sem það er á stjórnarsamstarfinu eða minnihlutanum, þá er Framsókn lykilspilið,“ segir Einar. Allir viti að Framsókn sé ekki rasískur flokkur Mætt hefur á formanni Framsóknarflokksins vegna rasískra ummæla hans í síðustu viku. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. „Mér þótti bara mjög leitt að heyra þetta og þetta kom mér mjög á óvart. Hann axlar ábyrgð með því að biðjast afsökunar með einlægum hætti og mér þótti gott að sjá það,“ segir Einar. Hefur hann þá svarað að fullu leyti fyrir þetta? „Hann ákvað að svara svona og hann verður bara að fá að gera það,“ segir Einar. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. Því vísar Einar á bug. „Framsókn er velferðarflokkur, umburðarlyndur og fjölmenningarsinnaður flokkur. Ég hefði aldrei gengið í Framsókn ef ég teldi mig vita að þar þrifist rasismi og ég held að allir vita að það er ekki þannig,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Viðreisn hefur ekki áhyggjur Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. 6. apríl 2022 12:04 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fékk síðast mann inn í borgarstjórn árið 2014, þá voru þeir tveir. Árið 2018 náðu þeir ekki einum inn. Nýleg skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu gefur væntingar um betri árangur. Framsókn mælist með þrjá inni og meirihlutinn er fallinn. „Ég er bara mjög glaður með þessar tölur. Við finnum fyrir meðbyr. Það er líka þreyta, skynjar maður, á kjósendum gagnvart meirihlutanum en líka minnihlutanum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Hverju er fólk þreytt á við meirihlutann? „Ég held að fólk sé þreytt á því að hin smæstu mál hafa orðið að miklu ágreiningsmáli. Ákvarðanatakan er erfið vegna þess að það er ósætti og stundum gera menn ágreining bara til að gera ágreining. Við viljum ekki starfa þannig, við erum á miðjunni, við viljum leita lausna, og vera ábyrg. Borgarbúar eiga það skilið,“ segir Einar. Rætt var við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Dagur er slyngur stjórnmálamaður“ Þótt málefnastarfinu sé ekki lokið segir Einar að helstu stefnumál Framsóknar séu bætt grunnþjónusta hvort sem er í samgöngum eða skólamálum, en ekki síst eru það húsnæðismálin. Til sé land sem bíði einfaldlega eftir því að byggt sé á því, svo sem Keldnalandið. „Þéttingin er eitt, hún er ágæt og skynsamleg að mörgu leyti. En það þarf að byggja meira, hraðar og víðar í borginni, skynsamlega og í samhengi við samgönguuppbygginguna. Við finnum bara að það er ákall eftir því að tryggja að borgin gangi betur,“ segir Einar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að ljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn geri ráð fyrir Framsóknarflokknum í stjórnarsamstarf. „Dagur er slyngur stjórnmálamaður, hann brá sér í hlutverk stjórnmálaskýrandans þarna. Við göngum algerlega óbundin til kosninga og við getum unnið bæði til hægri eða vinstri. Það sem kjósendur þurfa að vita, og ég held að þeir séu að átta sig á því, er að ef þeir vilja breytingar í borginni, hvort sem það er á stjórnarsamstarfinu eða minnihlutanum, þá er Framsókn lykilspilið,“ segir Einar. Allir viti að Framsókn sé ekki rasískur flokkur Mætt hefur á formanni Framsóknarflokksins vegna rasískra ummæla hans í síðustu viku. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. „Mér þótti bara mjög leitt að heyra þetta og þetta kom mér mjög á óvart. Hann axlar ábyrgð með því að biðjast afsökunar með einlægum hætti og mér þótti gott að sjá það,“ segir Einar. Hefur hann þá svarað að fullu leyti fyrir þetta? „Hann ákvað að svara svona og hann verður bara að fá að gera það,“ segir Einar. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. Því vísar Einar á bug. „Framsókn er velferðarflokkur, umburðarlyndur og fjölmenningarsinnaður flokkur. Ég hefði aldrei gengið í Framsókn ef ég teldi mig vita að þar þrifist rasismi og ég held að allir vita að það er ekki þannig,“ segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Viðreisn hefur ekki áhyggjur Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. 6. apríl 2022 12:04 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00
Viðreisn hefur ekki áhyggjur Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. 6. apríl 2022 12:04