Guli kafbáturinn í góðri stöðu eftir sigur á Bayern

Atli Arason skrifar
Gerard Moreno, leikmaður Villarreal, var besti leikmaður vallarins í kvöld. 
Gerard Moreno, leikmaður Villarreal, var besti leikmaður vallarins í kvöld.  Getty Images

Spænska liðið Villareal vann óvætan 1-0 sigur á Þýskalandsmeisturum Bayern München í fyrri viðureign 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu.

Villareal eða guli kafbáturinn, sem aðeins tvisvar áður hefur komist á þetta stig keppninnar, byrjaði leikinn frábærlega en heimamenn komust yfir á 8. mínútu leiksins með marki frá Arnaut Danjuma þegar hann stýrði skoti Dani Parejo í netið. Villareal var nær því að bæta við öðru marki fremur en Bayern að jafna leikinn en flottur varnarleikur hjá liði Unai Emery sá til þess að gestirnir frá Þýskalandi náðu ekki að skapa sér mörg marktækifæri.

Villareal skoraði aftur fyrir hálfleikshlé en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir myndbandsdómgæslu. Í síðari hálfleik átti Gerrard Moreno, leikmaður Villareal, skot í stöngina á marki Bayern. Bayern komst nokkru sinnum nálægt því að skora undir lok leiksins en inn vildi boltinn ekki og frábær vörn Villareal hélt marki sínu hreinu. Lokatölur, 1-0.

Liðin mætast aftur í síðari viðureigninni næsta þriðjudag á Allianz vellinum í München.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira