Fótbolti

Danirnir seldu treyju sínar fyrir 7,6 milljónir og gáfu úkraínskum börnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen fagnar marki sínu í treyjunni sem hann gaf síðan á uppboðið.
Christian Eriksen fagnar marki sínu í treyjunni sem hann gaf síðan á uppboðið. AP/Peter Dejong

Danska knattspyrnulandsliðið sitt gerði heldur betur sitt í að safna pening fyrir börn í Úkraínu sem þurfa á mikill aðstoð að halda þessi misserin eftir innrás Rússa í landið.

Dönsku leikmennirnir buðu upp keppnistreyjur sínar frá því í sigri á Hollandi á Parken á dögunum.

Með því náðu þeir að safna fjögur hundruð þúsund dönskum krónum eða um 7,6 milljónum í íslenskum krónum.

Christian Eriksen skoraði í leiknum í endurkomu sinni í danska landsliðið eftir að hann lenti í hjartastoppi í leik með liðinu á EM síðasta sumar.

Þessi endurkoma kappans var draumi líkast og það var einn vel stæður og áhugasamur sem tryggði sér treyju hans.

Það fékk nefnilega langmest fyrir treyju Eriksen eða 145.800 danskar krónur sem eru tæpar 2,8 milljónir íslenskra króna.

Næstmest fékkst fyrir treyju markvarðarins Kasper Schmeichels en hinir á topp fimm voru þeir Joakim Mæhle, Kasper Dolberg og Andreas Skov Olsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×