„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 4. apríl 2022 19:10 Halldóra kallar eftir því að Sigurður Ingi segi af sér vegna ummælanna. Vísir Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. Miklar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, sem hann lét falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís steig fram í dag og greindi frá því að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli um hana. Upp hafi komið hugmynd að hópur starfsmanna Bændasamtakanna ásamt Sigurði héldu á Vigdísi á mynd en Sigurður Ingi hafi sagt eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum í dag en Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir það ekki nóg. Halldóra spurði forsætisráðherra í dag að því hvort hún muni fara fram á afsögn Sigurðar vegna ummælanna. „Ummæli Sigurðar Inga eru brot á lögum um mismunun. Valdi fylgir ábyrgð og ráðherra getur ekki bara sísvona brotið lög sem hans eigin ríkisstjórn setti fyrir fjórum árum síðan án nokkurra afleiðinga af því að hann biður afsökunar,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hérna núna og væri að segja af sér.“ Hún segir alls ekki nóg að biðjast afsökunar á að brjóta lög sem Sigurður setti sjálfur. „Hver eru skilaboðin til samfélagsins? Þú verður að sæta ábyrgðar og það er óþolandi að sjá okkur trekk í trekk standa í þessari stöðu þar sem ráðherrar neita að taka ábyrgð.“ Veltir fyrir sér atburðarrás málsins Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segist velta fyrir sér atburðarrás málsins. „Ummælin falla á fimmtudaginn, alla helgina eru fjölmiðlar að eltast við þetta mál því þeir heyra af þessum rasísku ummælum. Aðstoðarmaðurinn stígur fram um helgina og segir að það sé ekkert hæft í þessu og notar orðin „það er bull“ að þetta hafi verið sagt,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum. „Síðan stígur framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fram með yfirlýsingu í dag og í framhaldi af því þá biðst Sigurður Ingi Jóhannsson afsökunar. Ég er bara að kalla eftir því að við skoðum afsökunarbeiðnina í ljósi þessarar atburðarrásar allrar vegna þess að hún kemur ekki fram fyrr en hann er kominn upp við vegg og það er komin yfirlýsing fram frá þolandanum.“ Hann segir auðvitað gott að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar. „En mér finnst að þessi atburðarrás öll, vegna þess líka að aðstoðarmaðurinn starfar auðvitað í umboði Sigurðar, að það þurfi allt að vera með í jöfnunni þegar við leggjum mat á framhald málsins.“ Segist hafa svarað í samræmi við það sem hún varð vitni að Ingveldur Sæmundsdóttir, umræddur aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem tók fyrir að hann hafi látið ummælin falla, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að hún hafi aðeins lýst því sem hún varð vitni að í samskiptum Sigurðar Inga við Vigdísi. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ segir Ingveldur í skriflegu svari við RÚV. Ingveldur hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Miklar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, sem hann lét falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís steig fram í dag og greindi frá því að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli um hana. Upp hafi komið hugmynd að hópur starfsmanna Bændasamtakanna ásamt Sigurði héldu á Vigdísi á mynd en Sigurður Ingi hafi sagt eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum í dag en Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir það ekki nóg. Halldóra spurði forsætisráðherra í dag að því hvort hún muni fara fram á afsögn Sigurðar vegna ummælanna. „Ummæli Sigurðar Inga eru brot á lögum um mismunun. Valdi fylgir ábyrgð og ráðherra getur ekki bara sísvona brotið lög sem hans eigin ríkisstjórn setti fyrir fjórum árum síðan án nokkurra afleiðinga af því að hann biður afsökunar,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hérna núna og væri að segja af sér.“ Hún segir alls ekki nóg að biðjast afsökunar á að brjóta lög sem Sigurður setti sjálfur. „Hver eru skilaboðin til samfélagsins? Þú verður að sæta ábyrgðar og það er óþolandi að sjá okkur trekk í trekk standa í þessari stöðu þar sem ráðherrar neita að taka ábyrgð.“ Veltir fyrir sér atburðarrás málsins Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segist velta fyrir sér atburðarrás málsins. „Ummælin falla á fimmtudaginn, alla helgina eru fjölmiðlar að eltast við þetta mál því þeir heyra af þessum rasísku ummælum. Aðstoðarmaðurinn stígur fram um helgina og segir að það sé ekkert hæft í þessu og notar orðin „það er bull“ að þetta hafi verið sagt,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum. „Síðan stígur framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fram með yfirlýsingu í dag og í framhaldi af því þá biðst Sigurður Ingi Jóhannsson afsökunar. Ég er bara að kalla eftir því að við skoðum afsökunarbeiðnina í ljósi þessarar atburðarrásar allrar vegna þess að hún kemur ekki fram fyrr en hann er kominn upp við vegg og það er komin yfirlýsing fram frá þolandanum.“ Hann segir auðvitað gott að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar. „En mér finnst að þessi atburðarrás öll, vegna þess líka að aðstoðarmaðurinn starfar auðvitað í umboði Sigurðar, að það þurfi allt að vera með í jöfnunni þegar við leggjum mat á framhald málsins.“ Segist hafa svarað í samræmi við það sem hún varð vitni að Ingveldur Sæmundsdóttir, umræddur aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem tók fyrir að hann hafi látið ummælin falla, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að hún hafi aðeins lýst því sem hún varð vitni að í samskiptum Sigurðar Inga við Vigdísi. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ segir Ingveldur í skriflegu svari við RÚV. Ingveldur hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent