Yfirmaður HM í Katar tók Lise á eintal eftir þrumuræðuna hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 08:30 Lise Klaveness gengur til sætis síns eftir ræðuna á ársþingi FIFA. AP/Hassan Ammar Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, vakti athygli fyrir ræðu sína á Ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins á dögunum þar sem hún gagnrýndi harðlega að heimsmeistarakeppnin færi fram í Katar. Klaveness er nýtekin við sem yfirmaður norska sambandsins og nýtti tækifærið á þinginu til að lýsa sinni sterku skoðun á því sem er í ólagi í Katar eins og hvað varðar mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Hún sagði það óásættanlegt að FIFA hafi látið Katar fá keppnina árið 2010. Klaveness notaði meðal annars líkindamálið að mannréttindi, jafnrétti, lýðræði, allt lykilatriði fyrir fótboltann, hafi ekki verið í byrjunarliðinu fyrr en mörgum árum seinna. Þessi atriði hafi aðeins fengið að koma inn á völlinn efitr mikla pressu utan frá. Lise Klaveness kom med skarp kritikk mot FIFA-toppene på torsdagens FIFA-kongress i Qatar.Se hele talen på https://t.co/oz9Fryjwa3! pic.twitter.com/dvm8SSKfmc— TV 2 Sport (@tv2sport) March 31, 2022 Klaveness sagði norskum fjölmiðlum frá því að Hassan Al Thawadi, yfirmaður HM í Katar, hafi tekið hana á eintal eftir ræðuna. „Hann kom til mín og sagði að ég hefði átt að hitta hann undir fjögur augu í Katar áður en ég steig upp í pontu eða kannski hefði ég ekki átt að fara þangað yfir höfuð. Hann var á því að svona gagnrýni ætti að koma fram í samtali milli manna en ekki í ræðu á ársþingi,“ sagði Lise Klaveness sem sagði að það hafi þó farið ágætlega með þeim. Lise Klaveness, the Norwegian who rocked Fifa: It s our job to push further https://t.co/EvRcheQgD0— The Guardian (@guardian) April 1, 2022 Klaveness hélt næstum því sex mínútna ræðu þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina að láta Katar fá HM. „Hann vildi tala við mig og var vonsvikinn. Ég sagði að markmið mitt hafi ekki verið að gagnrýna sambandið hans sem slíkt heldur ákvörðun FIFA en hann hélt því fram að þetta hafi verið mjög skaðlegt fyrir undirbúningsnefnd keppninnar,“ sagði Klaveness. After 2hrs of procedure & speeches packed w/ vacuous phrases about football s power, Norway FA pres Lise Klaveness delivers a powerful & personal call for inclusion, reparations for dead workers & defending human rights. A guy from Honduran FA then basically tells her to shut up. pic.twitter.com/I6MD0uE0o5— Matt Slater (@mjshrimper) March 31, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Klaveness er nýtekin við sem yfirmaður norska sambandsins og nýtti tækifærið á þinginu til að lýsa sinni sterku skoðun á því sem er í ólagi í Katar eins og hvað varðar mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Hún sagði það óásættanlegt að FIFA hafi látið Katar fá keppnina árið 2010. Klaveness notaði meðal annars líkindamálið að mannréttindi, jafnrétti, lýðræði, allt lykilatriði fyrir fótboltann, hafi ekki verið í byrjunarliðinu fyrr en mörgum árum seinna. Þessi atriði hafi aðeins fengið að koma inn á völlinn efitr mikla pressu utan frá. Lise Klaveness kom med skarp kritikk mot FIFA-toppene på torsdagens FIFA-kongress i Qatar.Se hele talen på https://t.co/oz9Fryjwa3! pic.twitter.com/dvm8SSKfmc— TV 2 Sport (@tv2sport) March 31, 2022 Klaveness sagði norskum fjölmiðlum frá því að Hassan Al Thawadi, yfirmaður HM í Katar, hafi tekið hana á eintal eftir ræðuna. „Hann kom til mín og sagði að ég hefði átt að hitta hann undir fjögur augu í Katar áður en ég steig upp í pontu eða kannski hefði ég ekki átt að fara þangað yfir höfuð. Hann var á því að svona gagnrýni ætti að koma fram í samtali milli manna en ekki í ræðu á ársþingi,“ sagði Lise Klaveness sem sagði að það hafi þó farið ágætlega með þeim. Lise Klaveness, the Norwegian who rocked Fifa: It s our job to push further https://t.co/EvRcheQgD0— The Guardian (@guardian) April 1, 2022 Klaveness hélt næstum því sex mínútna ræðu þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina að láta Katar fá HM. „Hann vildi tala við mig og var vonsvikinn. Ég sagði að markmið mitt hafi ekki verið að gagnrýna sambandið hans sem slíkt heldur ákvörðun FIFA en hann hélt því fram að þetta hafi verið mjög skaðlegt fyrir undirbúningsnefnd keppninnar,“ sagði Klaveness. After 2hrs of procedure & speeches packed w/ vacuous phrases about football s power, Norway FA pres Lise Klaveness delivers a powerful & personal call for inclusion, reparations for dead workers & defending human rights. A guy from Honduran FA then basically tells her to shut up. pic.twitter.com/I6MD0uE0o5— Matt Slater (@mjshrimper) March 31, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira