Yfirmaður HM í Katar tók Lise á eintal eftir þrumuræðuna hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 08:30 Lise Klaveness gengur til sætis síns eftir ræðuna á ársþingi FIFA. AP/Hassan Ammar Lise Klaveness, formaður norska knattspyrnusambandsins, vakti athygli fyrir ræðu sína á Ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins á dögunum þar sem hún gagnrýndi harðlega að heimsmeistarakeppnin færi fram í Katar. Klaveness er nýtekin við sem yfirmaður norska sambandsins og nýtti tækifærið á þinginu til að lýsa sinni sterku skoðun á því sem er í ólagi í Katar eins og hvað varðar mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Hún sagði það óásættanlegt að FIFA hafi látið Katar fá keppnina árið 2010. Klaveness notaði meðal annars líkindamálið að mannréttindi, jafnrétti, lýðræði, allt lykilatriði fyrir fótboltann, hafi ekki verið í byrjunarliðinu fyrr en mörgum árum seinna. Þessi atriði hafi aðeins fengið að koma inn á völlinn efitr mikla pressu utan frá. Lise Klaveness kom med skarp kritikk mot FIFA-toppene på torsdagens FIFA-kongress i Qatar.Se hele talen på https://t.co/oz9Fryjwa3! pic.twitter.com/dvm8SSKfmc— TV 2 Sport (@tv2sport) March 31, 2022 Klaveness sagði norskum fjölmiðlum frá því að Hassan Al Thawadi, yfirmaður HM í Katar, hafi tekið hana á eintal eftir ræðuna. „Hann kom til mín og sagði að ég hefði átt að hitta hann undir fjögur augu í Katar áður en ég steig upp í pontu eða kannski hefði ég ekki átt að fara þangað yfir höfuð. Hann var á því að svona gagnrýni ætti að koma fram í samtali milli manna en ekki í ræðu á ársþingi,“ sagði Lise Klaveness sem sagði að það hafi þó farið ágætlega með þeim. Lise Klaveness, the Norwegian who rocked Fifa: It s our job to push further https://t.co/EvRcheQgD0— The Guardian (@guardian) April 1, 2022 Klaveness hélt næstum því sex mínútna ræðu þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina að láta Katar fá HM. „Hann vildi tala við mig og var vonsvikinn. Ég sagði að markmið mitt hafi ekki verið að gagnrýna sambandið hans sem slíkt heldur ákvörðun FIFA en hann hélt því fram að þetta hafi verið mjög skaðlegt fyrir undirbúningsnefnd keppninnar,“ sagði Klaveness. After 2hrs of procedure & speeches packed w/ vacuous phrases about football s power, Norway FA pres Lise Klaveness delivers a powerful & personal call for inclusion, reparations for dead workers & defending human rights. A guy from Honduran FA then basically tells her to shut up. pic.twitter.com/I6MD0uE0o5— Matt Slater (@mjshrimper) March 31, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Klaveness er nýtekin við sem yfirmaður norska sambandsins og nýtti tækifærið á þinginu til að lýsa sinni sterku skoðun á því sem er í ólagi í Katar eins og hvað varðar mannréttindi, jafnrétti og lýðræði. Hún sagði það óásættanlegt að FIFA hafi látið Katar fá keppnina árið 2010. Klaveness notaði meðal annars líkindamálið að mannréttindi, jafnrétti, lýðræði, allt lykilatriði fyrir fótboltann, hafi ekki verið í byrjunarliðinu fyrr en mörgum árum seinna. Þessi atriði hafi aðeins fengið að koma inn á völlinn efitr mikla pressu utan frá. Lise Klaveness kom med skarp kritikk mot FIFA-toppene på torsdagens FIFA-kongress i Qatar.Se hele talen på https://t.co/oz9Fryjwa3! pic.twitter.com/dvm8SSKfmc— TV 2 Sport (@tv2sport) March 31, 2022 Klaveness sagði norskum fjölmiðlum frá því að Hassan Al Thawadi, yfirmaður HM í Katar, hafi tekið hana á eintal eftir ræðuna. „Hann kom til mín og sagði að ég hefði átt að hitta hann undir fjögur augu í Katar áður en ég steig upp í pontu eða kannski hefði ég ekki átt að fara þangað yfir höfuð. Hann var á því að svona gagnrýni ætti að koma fram í samtali milli manna en ekki í ræðu á ársþingi,“ sagði Lise Klaveness sem sagði að það hafi þó farið ágætlega með þeim. Lise Klaveness, the Norwegian who rocked Fifa: It s our job to push further https://t.co/EvRcheQgD0— The Guardian (@guardian) April 1, 2022 Klaveness hélt næstum því sex mínútna ræðu þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina að láta Katar fá HM. „Hann vildi tala við mig og var vonsvikinn. Ég sagði að markmið mitt hafi ekki verið að gagnrýna sambandið hans sem slíkt heldur ákvörðun FIFA en hann hélt því fram að þetta hafi verið mjög skaðlegt fyrir undirbúningsnefnd keppninnar,“ sagði Klaveness. After 2hrs of procedure & speeches packed w/ vacuous phrases about football s power, Norway FA pres Lise Klaveness delivers a powerful & personal call for inclusion, reparations for dead workers & defending human rights. A guy from Honduran FA then basically tells her to shut up. pic.twitter.com/I6MD0uE0o5— Matt Slater (@mjshrimper) March 31, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira