HM í Katar byrjar tíu á mánudagsmorgni og gestgjafarnir fá ekki fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 10:30 Það verður að sjálfsögðu keppt um þennan bikar á HM í Katar seinna á þessu ári. EPA-EFE/LESZEK SZYMANSKI Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur nú gengið frá leiktímum heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í nóvember og desember á þessu ári. Þar mun sambandið hætta með eina venju heimsmeistaramótsins. Það er löngu orðið ljóst að þetta heimsmeistaramót verður allt öðruvísi en síðustu mót enda nú haldið um miðjan vetur og inn á miðju tímabili í Evrópufótboltanum í stað þess að fara fram yfir sumartímann. Það sem kemur kannski einhverjum á óvart að FIFA hefur nú sett upp leikjadagskrá mótsins án þess að gefa gestgjöfum Katar fyrsta leikinn í mótinu. England to play before hosts Qatar on opening Monday as FIFA reveal shake up in match schedule #ThreeLions #Qatar2022 https://t.co/ZQr1BlKM0e— talkSPORT (@talkSPORT) April 2, 2022 Það átti að vera eins og vanalega. En til að gera hlutina enn óvenjulegri þá breytti FIFA uppstillingunni eftir að það var búið að draga í riðlana á föstudaginn. Gestgjafarnir hafa spilað fyrsta leikinn á síðustu heimsmeistaramótum en svo verður ekki að þessu sinni. Fyrsti leikur Katarbúa verður þriðji leikurinn á fyrsta keppnisdegi. Það verða því búnir tveir leikir áður en kemur af fyrsta leik heimamanna sem er á móti Ekvador. Fyrsti leikur keppninnar verður aftur á móti leikur Senegal og Hollands sem eru hin tvö liðin í riðli Katar. Enska landsliðið mun einnig spila sinn fyrsta leik, á móti Íran, áður en heimamenn mæta inn á völlinn. Í riðlakeppninni eru fjórir mögulegir leiktímar á hverjum degi og á íslenskum tíma munu leikirnir byrja klukkan tíu um morguninn, klukkan eitt eftir hádegi, klukkan fjögur eftir hádegi og klukkan sjö um kvöldið. Þetta þýðir að opnunarleikur heimsmeistaramótsins mun fara fram klukkan tíu á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Fyrir þá sem eru á staðartíma í Katar þá mun leikurinn aftur á móti hefjast klukkan eitt eftir hádegi. It will be the first time since 2006 that the hosts have not opened the tournament after Fifa confirmed the match schedule for the group stage of the finals. https://t.co/JzZQQnvniQ— The42.ie (@The42_ie) April 2, 2022 Katar spilar ekki fyrsta leikinn kvöldið áður heldur á sama degi og aðrir leikir fyrsta keppnisdagsins fara fram. Leikur þeirra á móti Ekvador er á besta tíma fyrir heimamenn eða klukkan sjö um kvöldið. Hluti af ástæðunni er að heimsmeistaramótið mun bara taka 28 daga en það eru þrír færri dagar en vaninn er. Það þurfti að troða mótinu inn á þessum tíma og það verður því að nýta alla keppnisdagana eins vel og hægt er. Þessar tímasetningar leikjanna þýða líka að lokaleikurinn á hverjum degi í riðlakeppninni hefst klukkan tíu um kvöldið. The #FIFAWorldCup Match Schedule is now available Check it out — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 2, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira
Það er löngu orðið ljóst að þetta heimsmeistaramót verður allt öðruvísi en síðustu mót enda nú haldið um miðjan vetur og inn á miðju tímabili í Evrópufótboltanum í stað þess að fara fram yfir sumartímann. Það sem kemur kannski einhverjum á óvart að FIFA hefur nú sett upp leikjadagskrá mótsins án þess að gefa gestgjöfum Katar fyrsta leikinn í mótinu. England to play before hosts Qatar on opening Monday as FIFA reveal shake up in match schedule #ThreeLions #Qatar2022 https://t.co/ZQr1BlKM0e— talkSPORT (@talkSPORT) April 2, 2022 Það átti að vera eins og vanalega. En til að gera hlutina enn óvenjulegri þá breytti FIFA uppstillingunni eftir að það var búið að draga í riðlana á föstudaginn. Gestgjafarnir hafa spilað fyrsta leikinn á síðustu heimsmeistaramótum en svo verður ekki að þessu sinni. Fyrsti leikur Katarbúa verður þriðji leikurinn á fyrsta keppnisdegi. Það verða því búnir tveir leikir áður en kemur af fyrsta leik heimamanna sem er á móti Ekvador. Fyrsti leikur keppninnar verður aftur á móti leikur Senegal og Hollands sem eru hin tvö liðin í riðli Katar. Enska landsliðið mun einnig spila sinn fyrsta leik, á móti Íran, áður en heimamenn mæta inn á völlinn. Í riðlakeppninni eru fjórir mögulegir leiktímar á hverjum degi og á íslenskum tíma munu leikirnir byrja klukkan tíu um morguninn, klukkan eitt eftir hádegi, klukkan fjögur eftir hádegi og klukkan sjö um kvöldið. Þetta þýðir að opnunarleikur heimsmeistaramótsins mun fara fram klukkan tíu á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Fyrir þá sem eru á staðartíma í Katar þá mun leikurinn aftur á móti hefjast klukkan eitt eftir hádegi. It will be the first time since 2006 that the hosts have not opened the tournament after Fifa confirmed the match schedule for the group stage of the finals. https://t.co/JzZQQnvniQ— The42.ie (@The42_ie) April 2, 2022 Katar spilar ekki fyrsta leikinn kvöldið áður heldur á sama degi og aðrir leikir fyrsta keppnisdagsins fara fram. Leikur þeirra á móti Ekvador er á besta tíma fyrir heimamenn eða klukkan sjö um kvöldið. Hluti af ástæðunni er að heimsmeistaramótið mun bara taka 28 daga en það eru þrír færri dagar en vaninn er. Það þurfti að troða mótinu inn á þessum tíma og það verður því að nýta alla keppnisdagana eins vel og hægt er. Þessar tímasetningar leikjanna þýða líka að lokaleikurinn á hverjum degi í riðlakeppninni hefst klukkan tíu um kvöldið. The #FIFAWorldCup Match Schedule is now available Check it out — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 2, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira