HM í Katar byrjar tíu á mánudagsmorgni og gestgjafarnir fá ekki fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 10:30 Það verður að sjálfsögðu keppt um þennan bikar á HM í Katar seinna á þessu ári. EPA-EFE/LESZEK SZYMANSKI Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur nú gengið frá leiktímum heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í nóvember og desember á þessu ári. Þar mun sambandið hætta með eina venju heimsmeistaramótsins. Það er löngu orðið ljóst að þetta heimsmeistaramót verður allt öðruvísi en síðustu mót enda nú haldið um miðjan vetur og inn á miðju tímabili í Evrópufótboltanum í stað þess að fara fram yfir sumartímann. Það sem kemur kannski einhverjum á óvart að FIFA hefur nú sett upp leikjadagskrá mótsins án þess að gefa gestgjöfum Katar fyrsta leikinn í mótinu. England to play before hosts Qatar on opening Monday as FIFA reveal shake up in match schedule #ThreeLions #Qatar2022 https://t.co/ZQr1BlKM0e— talkSPORT (@talkSPORT) April 2, 2022 Það átti að vera eins og vanalega. En til að gera hlutina enn óvenjulegri þá breytti FIFA uppstillingunni eftir að það var búið að draga í riðlana á föstudaginn. Gestgjafarnir hafa spilað fyrsta leikinn á síðustu heimsmeistaramótum en svo verður ekki að þessu sinni. Fyrsti leikur Katarbúa verður þriðji leikurinn á fyrsta keppnisdegi. Það verða því búnir tveir leikir áður en kemur af fyrsta leik heimamanna sem er á móti Ekvador. Fyrsti leikur keppninnar verður aftur á móti leikur Senegal og Hollands sem eru hin tvö liðin í riðli Katar. Enska landsliðið mun einnig spila sinn fyrsta leik, á móti Íran, áður en heimamenn mæta inn á völlinn. Í riðlakeppninni eru fjórir mögulegir leiktímar á hverjum degi og á íslenskum tíma munu leikirnir byrja klukkan tíu um morguninn, klukkan eitt eftir hádegi, klukkan fjögur eftir hádegi og klukkan sjö um kvöldið. Þetta þýðir að opnunarleikur heimsmeistaramótsins mun fara fram klukkan tíu á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Fyrir þá sem eru á staðartíma í Katar þá mun leikurinn aftur á móti hefjast klukkan eitt eftir hádegi. It will be the first time since 2006 that the hosts have not opened the tournament after Fifa confirmed the match schedule for the group stage of the finals. https://t.co/JzZQQnvniQ— The42.ie (@The42_ie) April 2, 2022 Katar spilar ekki fyrsta leikinn kvöldið áður heldur á sama degi og aðrir leikir fyrsta keppnisdagsins fara fram. Leikur þeirra á móti Ekvador er á besta tíma fyrir heimamenn eða klukkan sjö um kvöldið. Hluti af ástæðunni er að heimsmeistaramótið mun bara taka 28 daga en það eru þrír færri dagar en vaninn er. Það þurfti að troða mótinu inn á þessum tíma og það verður því að nýta alla keppnisdagana eins vel og hægt er. Þessar tímasetningar leikjanna þýða líka að lokaleikurinn á hverjum degi í riðlakeppninni hefst klukkan tíu um kvöldið. The #FIFAWorldCup Match Schedule is now available Check it out — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 2, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Það er löngu orðið ljóst að þetta heimsmeistaramót verður allt öðruvísi en síðustu mót enda nú haldið um miðjan vetur og inn á miðju tímabili í Evrópufótboltanum í stað þess að fara fram yfir sumartímann. Það sem kemur kannski einhverjum á óvart að FIFA hefur nú sett upp leikjadagskrá mótsins án þess að gefa gestgjöfum Katar fyrsta leikinn í mótinu. England to play before hosts Qatar on opening Monday as FIFA reveal shake up in match schedule #ThreeLions #Qatar2022 https://t.co/ZQr1BlKM0e— talkSPORT (@talkSPORT) April 2, 2022 Það átti að vera eins og vanalega. En til að gera hlutina enn óvenjulegri þá breytti FIFA uppstillingunni eftir að það var búið að draga í riðlana á föstudaginn. Gestgjafarnir hafa spilað fyrsta leikinn á síðustu heimsmeistaramótum en svo verður ekki að þessu sinni. Fyrsti leikur Katarbúa verður þriðji leikurinn á fyrsta keppnisdegi. Það verða því búnir tveir leikir áður en kemur af fyrsta leik heimamanna sem er á móti Ekvador. Fyrsti leikur keppninnar verður aftur á móti leikur Senegal og Hollands sem eru hin tvö liðin í riðli Katar. Enska landsliðið mun einnig spila sinn fyrsta leik, á móti Íran, áður en heimamenn mæta inn á völlinn. Í riðlakeppninni eru fjórir mögulegir leiktímar á hverjum degi og á íslenskum tíma munu leikirnir byrja klukkan tíu um morguninn, klukkan eitt eftir hádegi, klukkan fjögur eftir hádegi og klukkan sjö um kvöldið. Þetta þýðir að opnunarleikur heimsmeistaramótsins mun fara fram klukkan tíu á mánudagsmorgni að íslenskum tíma. Fyrir þá sem eru á staðartíma í Katar þá mun leikurinn aftur á móti hefjast klukkan eitt eftir hádegi. It will be the first time since 2006 that the hosts have not opened the tournament after Fifa confirmed the match schedule for the group stage of the finals. https://t.co/JzZQQnvniQ— The42.ie (@The42_ie) April 2, 2022 Katar spilar ekki fyrsta leikinn kvöldið áður heldur á sama degi og aðrir leikir fyrsta keppnisdagsins fara fram. Leikur þeirra á móti Ekvador er á besta tíma fyrir heimamenn eða klukkan sjö um kvöldið. Hluti af ástæðunni er að heimsmeistaramótið mun bara taka 28 daga en það eru þrír færri dagar en vaninn er. Það þurfti að troða mótinu inn á þessum tíma og það verður því að nýta alla keppnisdagana eins vel og hægt er. Þessar tímasetningar leikjanna þýða líka að lokaleikurinn á hverjum degi í riðlakeppninni hefst klukkan tíu um kvöldið. The #FIFAWorldCup Match Schedule is now available Check it out — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 2, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira