Innlent

Guðmundur Ari leiðir lista Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin og óháðir hafa kynnt framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi.
Samfylkingin og óháðir hafa kynnt framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi. Aðsend

Guðmundur Ari Sigurjónsson verkefnastjóri og bæjarfulltrúi mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum á Seltjarnarnesi. Í öðru sæti listans er Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins.

Framboðslistinn var samþykktur á fundi Samfylkingar Seltirninga og óháðra nú síðdegis. Samfylkingin bauð fram sér í síðustu kosningumm en fer nú fram ásamt óháðum Seltirningum sem vilja leggja sitt að mörkum við að bæta þjónustu við íbúa á Seltjarnarnesi að því er fram kemur í tilkynningu. 

Haft er eftir Guðmundi Ara í tilkynningunni að ánægja íbúa með þjónustu bæjarins hafi mælst í sögulegu lágmarki í ánægjukönnun Gallups nýverið, skuldir hafi margfaldast og tekjur hvers árs dugi ekki til að halda úti núverandi þjónustustigi. 

„Við bjóðum fram skýran valkost sem endurspeglar raunverulega breidd samfélagsins, valkost fyrir fólk sem vill forgangsraða í þágu þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Við erum tilbúin að hlusta á raddir fagfólks og ráðast í nauðsynlega uppbyggingu á innviðum í bæjarins,“ segir Guðmundur. 

Sjá má framboðslistann í heild sinni hér að neðan: 

  1. sæti Guðmundur Ari Sigurjónsson – Verkefnastjóri og bæjarfulltrúi
  2. sæti Sigurþóra Bergsdóttir – Framkvæmdarstjóri og bæjarfulltrúi
  3. sæti Bjarni Torfi Álfþórsson – Framkvæmdarstjóri og bæjarfulltrúi
  4. sæti Karen María Jónsdóttir – Skapandi stjórnandi
  5. sæti Guðmundur Gunnlaugsson – Rekstrarstjóri
  6. sæti Eva Rún Guðmundsdóttir – Táknmálstúlkur
  7. sæti Björg Þorsteinsdóttir – Grunnskólakennari
  8. sæti Stefán Árni Gylfason – Framhaldsskólanemi
  9. sæti Bryndís Kristjánsdóttir – Leiðsögumaður
  10. sæti Stefán Bergmann – Fyrrverandi dósent
  11. sæti Magnea Gylfadóttir – Fótaaðgerðafræðingur
  12. sæti Ólafur Finnbogason – Starfsþróunar- og öryggisstjóri
  13. sæti Hildur Ólafsdóttir – Verkfræðingur
  14. sæti Árni Emil Bjarnason – Prentsmiður


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×