Innlent

Úkraínsk börn dönsuðu þjóð­dansa til fjár­öflunar

Árni Sæberg skrifar
Börnin klæddust glæsilegum úkraínskum þjóðbúningum.
Börnin klæddust glæsilegum úkraínskum þjóðbúningum. Aðsend

Glatt var á hjalla í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í dag þar sem haldin var fjáröflun til styrktar fjölskyldum sem komnar eru hingað til lands frá Úkraínu.  

Úkraínsk börn íklædd þjóðbúningum sungu þjóðlög og dönsuðu þjóðdansa, og þá létu þeir sem eldri eru sitt ekki eftir liggja.

Viðstöddum bauðst að kaupa handverk og bakkelsi en fjáröflunin er ein af fjölmörgum sem komið hefur verið á laggirnar til styrtktar Úkraínumönnum. Í gær voru alls 560 úkraínskir flótamenn komnir til landsins.

Viðburðurinn var haldinn af samtökunum Móðurmál, The Association on Bilingualism.

Myndefni frá fjáröflunarkvöldinu var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×