Innlent

Tómas Birgir leiðir Nýja ó­háða listann í Rang­ár­þingi eystra

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur, Rebekka, Tómas, Christiane, Heiðbrá, Guðni, Anna ásamt fundarstjórnendum þeim Orra og Ellert.
Guðmundur, Rebekka, Tómas, Christiane, Heiðbrá, Guðni, Anna ásamt fundarstjórnendum þeim Orra og Ellert. Aðsend

Tómas Birgir Magnússon, ferðaþjónustuaðili og íþróttakennari, mun skipa efsta sætið á lista Nýja óháða listans í Rangárþingi eystra í sveitarstjórnarkosningunum í maí.

Í tilkynningu segir að opinn fundur hafi verið haldinn á Midgard fyrr í vikunni þar sem kynning hafi farið fram á framboðinu og frambjóðendum í efstu sætum. Einnig hafi verið umræður og svo könnun á meðal fundargesta sem hafi gefist kostur á að raða frambjóðendum í efstu sæti listans.

„Með hliðsjón af könnuninni eru efstu sæti listans skipuð eftirfarandi einstaklingum:

  • Tómas Birgir Magnússon, ferðaþjónustuaðili og íþróttakennari, 1. sæti
  • Christiane Bahner, sveitarstjórnarfulltrúi og lögmaður, 2. sæti
  • Guðni Ragnarsson, flugmaður og bóndi, 3. sæti
  • Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og bóndi, 4. sæti
  • Guðmundur Ólafsson, bóndi, 5. sæti
  • Rebekka Katrínardóttir, verslunareigandi, 6. sæti
  • Anna Runólfsdóttir, verkfræðingur, 7. sæti

Listinn er skipaður einstaklingum víðsvegar úr sveitarfélaginu sem eiga það sameiginlegt að vilja bjóða fram krafta sína og hugsjónir með það að markmiði að byggja upp betra og réttlátt samfélag fyrir alla íbúa sveitarfélagsins ásamt því að grípa þau fjölmörgu tækifæri sem eru að finna á svæðinu,“ segir í tilkyninngunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×