Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2022 19:01 Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa gerði viðtalsrannsókn á íslenskum kvenföngum. Þar kom fram að allar konurnar höfðu orðið fyrir alvarlegum áföllum sem leiddi þær út í vímuefnavanda og neyslutengd afbrot. Svipaðar niðurstöður hafa komið fram í erlendum rannsóknum. Vísir/Sigurjón Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis. „Sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna að áföll geta leitt til afbrotahegðunar og jafnvel fangelsisvistar síðar meir á ævinni. Það er mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um þessi tengsl,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa. Arndís gerði nýlega rannsókn þar sem hún ræddi við níu íslenska kvenfanga um reynslu þeirra. Niðurstöðurnar koma heim og saman við það sem hún hafði áður kynnt sér um þessi mál. „Í þeim viðtölum sem ég tók kom fram að margar konurnar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða vanrækslu heima hjá sér í æsku. Margar höfðu verið í barnaverndarúrræðum sem börn og verið á meðferðarheimilinum. Það rýmar við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á karl-og kvenföngum en í þeim kemur áberandi áfallasaga yfirleitt fram,“ segir Arndís. Arndís segir að konurnar hafi svo lýst því hvernig þær leiddust út í vímuefnaneyslu-og vanda sem bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður og eða minningar. „Það er þekkt að áföll í æsku geta valdið því að fólk leitar í vímuefni til að sefa þessa vanlíðan og síðan leiðir neyslan af sér afbrot til að fjármagna neysluna. Þetta átti við allar konurnar sem ég ræddi við,þær voru allar inni vegna neyslutengdra brota,“ segir hún. Hún segir að flestar konurnar hafi farið í vímuefnameðferðir en fundist vanta að þar væri unnið úr áföllunum. Úrvinnsla áfalla væri forsenda þess að ná bata. „Ég vona að við séum sem samfélag að komast á þann stað að það verði hægt að grípa fyrr inn í og skoða þessa tengingu milli áfalla og slíkra vandamála síðar á ævinni,“ segir hún. Arndís leggur jafnframt áherslu á að það sé alls ekki sama sem merki milli áfalla og afbrotahegðunar heldur aðeins að ómeðhöndluð áföll geti aukið líkur á afbrotahegðun og fangelsisvist síðar meir. Fangelsismál Félagsmál Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Sífellt fleiri erlendar rannsóknir sýna að áföll geta leitt til afbrotahegðunar og jafnvel fangelsisvistar síðar meir á ævinni. Það er mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um þessi tengsl,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur í geðteymi fangelsa. Arndís gerði nýlega rannsókn þar sem hún ræddi við níu íslenska kvenfanga um reynslu þeirra. Niðurstöðurnar koma heim og saman við það sem hún hafði áður kynnt sér um þessi mál. „Í þeim viðtölum sem ég tók kom fram að margar konurnar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða vanrækslu heima hjá sér í æsku. Margar höfðu verið í barnaverndarúrræðum sem börn og verið á meðferðarheimilinum. Það rýmar við erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar á karl-og kvenföngum en í þeim kemur áberandi áfallasaga yfirleitt fram,“ segir Arndís. Arndís segir að konurnar hafi svo lýst því hvernig þær leiddust út í vímuefnaneyslu-og vanda sem bjargráð til að flýja eða lifa af erfiðar aðstæður og eða minningar. „Það er þekkt að áföll í æsku geta valdið því að fólk leitar í vímuefni til að sefa þessa vanlíðan og síðan leiðir neyslan af sér afbrot til að fjármagna neysluna. Þetta átti við allar konurnar sem ég ræddi við,þær voru allar inni vegna neyslutengdra brota,“ segir hún. Hún segir að flestar konurnar hafi farið í vímuefnameðferðir en fundist vanta að þar væri unnið úr áföllunum. Úrvinnsla áfalla væri forsenda þess að ná bata. „Ég vona að við séum sem samfélag að komast á þann stað að það verði hægt að grípa fyrr inn í og skoða þessa tengingu milli áfalla og slíkra vandamála síðar á ævinni,“ segir hún. Arndís leggur jafnframt áherslu á að það sé alls ekki sama sem merki milli áfalla og afbrotahegðunar heldur aðeins að ómeðhöndluð áföll geti aukið líkur á afbrotahegðun og fangelsisvist síðar meir.
Fangelsismál Félagsmál Fíkniefnabrot Lögreglan Lögreglumál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira