Innlent

Hafa náð samningum um smíði nýs rann­sóknar­skips

Atli Ísleifsson skrifar
Tölvumynd af skipinu sem mun taka við hlutverki Bjarna Sæmundssonar.
Tölvumynd af skipinu sem mun taka við hlutverki Bjarna Sæmundssonar. Hafró

Samningar hafa náðst milli íslenskra stjórnvalda og spænskrar skipasmíðastöðvar um smíði nýs rannsóknarskips Hafrannsóknarstofnunar sem ætlað er að taka við hlutverki skipsins Bjarna Sæmundssonar.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Hafró en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, munu undurrita samninginn á morgun ásamt fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armón.

„Í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands samþykkti Alþingi í júní 2018 þingsályktun um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra væri falið að hefja undirbúning að smíði hafrannsóknaskips sem ætlað er að koma í stað rs. Bjarna Sæmundssonar.

Eftir nær þriggja ára vinnu við hönnun skipsins tók við útboðsferli sem nú er lokið. Ákveðið hefur verið að ganga að tilboði skipasmíðastöðvarinnar Astilleros Armón sem staðsett er í Vigo á Spáni,“ segir í tilkynningunni.

Undirritunin fer fram í húsnæði Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði klukkan 16 á morgun. Hafrannsóknastofnun býr einnig yfir rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.

Hafró


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.