Ronaldo vill að allt verði brjálað í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2022 08:02 Cristiano Ronaldo lék í 3-1 sigri Portúgals gegn Tyrklandi á Drekavöllum síðastliðið fimmtudagskvöld. Nú er komið að úrslitaleik. Getty/Pedro Fiúza Cristiano Ronaldo verður orðinn 41 árs þegar HM 2026 í fótbolta fer fram. Það hefur eflaust sitt að segja um það að hann telji leik Portúgals og Norður-Makedóníu í kvöld vera „upp á líf og dauða“. Portúgal og Norður-Makedónía mætast á Drekavöllum í Portúgal í kvöld í úrslitaleik um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Það yrði væntanlega síðasta HM Ronaldos en til þess að af því verði má Portúgal ekki gera sömu mistök og Evrópumeistarar Ítalíu sem óvænt töpuðu 1-0 fyrir Norður-Makedóníu. „Ég hvet stuðningsmennina – Ég vil að allt verði vitlaust [e. hell breaking loose] á Drekavöllum,“ sagði Ronaldo sem er fyrirliði portúgalska landsliðsins. „Ég lagðist upp í rúm í gærkvöld og hugsaði um það að ég myndi vilja að slökkt yrði á græjunum þegar þjóðsöngurinn okkar hefst, og að stuðningsmenn syngi án tónlistar til að sýna ástríðuna okkar, styrk okkar og sameiningarkraft í baráttunni um að komast á HM. Fyrir okkur er þetta leikur upp á líf og dauða. Það er okkar ábyrgðarhlutverk að vinna þennan leik. Þetta er leikur lífs okkar. Þeir hafa komið mörgum andstæðingum á óvart en ég held að þeir komi okkur ekki á óvart,“ sagði Ronaldo. Leikur Portúgals og Norður-Makedóníu er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld klukkan 18.45. Annar úrslitaleikur um sæti á HM, á milli Póllands og Svíþjóðar, er í beinni á Stöð 2 Sport 3. HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Portúgal og Norður-Makedónía mætast á Drekavöllum í Portúgal í kvöld í úrslitaleik um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Það yrði væntanlega síðasta HM Ronaldos en til þess að af því verði má Portúgal ekki gera sömu mistök og Evrópumeistarar Ítalíu sem óvænt töpuðu 1-0 fyrir Norður-Makedóníu. „Ég hvet stuðningsmennina – Ég vil að allt verði vitlaust [e. hell breaking loose] á Drekavöllum,“ sagði Ronaldo sem er fyrirliði portúgalska landsliðsins. „Ég lagðist upp í rúm í gærkvöld og hugsaði um það að ég myndi vilja að slökkt yrði á græjunum þegar þjóðsöngurinn okkar hefst, og að stuðningsmenn syngi án tónlistar til að sýna ástríðuna okkar, styrk okkar og sameiningarkraft í baráttunni um að komast á HM. Fyrir okkur er þetta leikur upp á líf og dauða. Það er okkar ábyrgðarhlutverk að vinna þennan leik. Þetta er leikur lífs okkar. Þeir hafa komið mörgum andstæðingum á óvart en ég held að þeir komi okkur ekki á óvart,“ sagði Ronaldo. Leikur Portúgals og Norður-Makedóníu er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld klukkan 18.45. Annar úrslitaleikur um sæti á HM, á milli Póllands og Svíþjóðar, er í beinni á Stöð 2 Sport 3.
HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira