Keflavík í leikmannaleit: Óvíst hversu mikið Nacho og Rúnar Þór verða með Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2022 18:00 Það er mikil vinna framundan hjá Sigurði Ragnari þó stutt sé í mót. Vísir/Hulda Margrét Keflavík er í óðaönn að leita að leikmönnum fyrir komandi átök í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tímabilið hefst þann 18. apríl en þjálfari Keflavíkur telur að það vanti allavega tvo leikmenn til viðbótar í leikmannahóp liðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við Fótbolti.net um stöðu mála suður með sjó. Þar kom fram að spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er enn frá vegna meiðsla og þá er alls óvíst hvort vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson verði með í sumar. „Við erum að skoða styrkingar, vonumst til að geta tilkynnt um eitthvað vonandi á næstu dögum. Við þurfum að stækka hópinn okkar. Við viljum bæði fá inn varnar- og kantmann, ekki verra ef leikmenn eru fjölhæfir,“ sagði Sigurður Ragnar meðal annars við Fótbolti.net í dag. Keflavík í leit að tveimur mönnum - Bónus ef Rúnar verður með í sumar https://t.co/9fLZ6VuqHW— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 28, 2022 Hann nefnir einnig að þar sem Keflavík hefur ekki sama fjármagn og mörg önnur lið í Bestu deildinni og því sé gott að fá inn fjölhæfa leikmenn. Varðandi meiðslin hjá Nacho þá er hann byrjaður að skokka en ekkert vitað um hvenær hann má snúa aftur til æfinga. Spænski varnarmaðurinn er með skemmdir í brjóski í hné sem er erfitt að eiga við. Rúnar Þór hefur svo verið að glíma við meiðsli í síðan um mitt síðasta ár. „Hann er að glíma við eitthvað á nárasvæðinu, var með beinmar og verið stífur á mjöðm,“ sagði Sigurður Ragnar um stöðuna á þessum öfluga vinstri bakverði. Ef hann myndi ná að spila í sumar yrði það bónus að mati þjálfarans. Marley Blair (til hægri) er ekki lengur leikmaður Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þá er Adam Árni Róbertsson einnig meiddur en ásamt þremenningunum þá hafa Marley Blair og Ástbjörn Þórðarson yfirgefið Keflavík frá því að síðustu leiktíð lauk. Því er Keflavík í leit að tveimur mönnum til að fylla skarð þeirra tveggja. Keflavík endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð með 21 stig, einu stigi meira en HK sem féll með 20 stig. Keflavík fær verðugt verkefni í 1. umferð Bestu deildarinnar en liðið heimsækir þá Breiðablik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við Fótbolti.net um stöðu mála suður með sjó. Þar kom fram að spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er enn frá vegna meiðsla og þá er alls óvíst hvort vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson verði með í sumar. „Við erum að skoða styrkingar, vonumst til að geta tilkynnt um eitthvað vonandi á næstu dögum. Við þurfum að stækka hópinn okkar. Við viljum bæði fá inn varnar- og kantmann, ekki verra ef leikmenn eru fjölhæfir,“ sagði Sigurður Ragnar meðal annars við Fótbolti.net í dag. Keflavík í leit að tveimur mönnum - Bónus ef Rúnar verður með í sumar https://t.co/9fLZ6VuqHW— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 28, 2022 Hann nefnir einnig að þar sem Keflavík hefur ekki sama fjármagn og mörg önnur lið í Bestu deildinni og því sé gott að fá inn fjölhæfa leikmenn. Varðandi meiðslin hjá Nacho þá er hann byrjaður að skokka en ekkert vitað um hvenær hann má snúa aftur til æfinga. Spænski varnarmaðurinn er með skemmdir í brjóski í hné sem er erfitt að eiga við. Rúnar Þór hefur svo verið að glíma við meiðsli í síðan um mitt síðasta ár. „Hann er að glíma við eitthvað á nárasvæðinu, var með beinmar og verið stífur á mjöðm,“ sagði Sigurður Ragnar um stöðuna á þessum öfluga vinstri bakverði. Ef hann myndi ná að spila í sumar yrði það bónus að mati þjálfarans. Marley Blair (til hægri) er ekki lengur leikmaður Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þá er Adam Árni Róbertsson einnig meiddur en ásamt þremenningunum þá hafa Marley Blair og Ástbjörn Þórðarson yfirgefið Keflavík frá því að síðustu leiktíð lauk. Því er Keflavík í leit að tveimur mönnum til að fylla skarð þeirra tveggja. Keflavík endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð með 21 stig, einu stigi meira en HK sem féll með 20 stig. Keflavík fær verðugt verkefni í 1. umferð Bestu deildarinnar en liðið heimsækir þá Breiðablik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira