Tíu innlagnir á Landspítala vegna inflúensu síðustu þrjár vikur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 16:15 Tiltölulega fáir hafa verið lagðir inn á spítala vegna inflúensu það sem af er ári en margir eru nú að greinast. Vísir/Vilhelm Inflúensa er nú í vexti á Íslandi en það sem af er vetri hafa 230 inflúensutilfelli greinst, þar af um 200 á síðustu þremur vikum, auk þess sem 292 tilfelli til viðbótar hafa verið greind án rannsóknar. Þrátt fyrir að Covid-tilfellum fari fækkandi er enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu. Faraldurinn fer mun seinna af stað í ár heldur en á meðalári en engin tilfelli greindust þó síðasta vetur, þegar kórónaveirufaraldurinn var í uppsveiflu. Flest staðfestra tilfella í vetur eru meðal einstaklinga yngri en 15 ára en miðað við aldur eru hlutfallslega flest tilfelli meðal fólks 65 ára og eldri. Að því er kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni eru langflest greind tilfelli af inflúensutegund A en ekkert tilfelli hefur greinst af tegund B. Tíu manns hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensu undanfarnar þrjár vikur. Inflúensan er seinna á ferðinni en áður. Gríðarlegt álag var á heilsugæslunni í síðustu viku vegna inflúensu en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir álagið hafa verið minna um helgina. Hann segir enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu, þrátt fyrir að Covid sýkingum fari fækkandi og því þurfi fólk að fara varlega. Sóttvarnalæknir ítrekar að bólusetning sé mikilvæg leið til að draga úr alvarleika inflúensu, sérstaklega hjá áhættuhópum, en bóluefni gegn inflúensu er enn til á landinu. „Ekki er vitað hversu árangursrík bólusetningin er til að koma í veg fyrir smit en virknin er venjulega 30–70%. Jafnvel þó að bóluefnin komi ekki í veg fyrir sýkingu þá geta þau komið í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir í tilkynningunni. Helstu einkenni inflúensu eru hár hiti, beinverkir, hálssærindi, hósti og nefrennsli en einkennin koma vanalega fram um tveimur til fjórum dögum eftir smit. Venjulega er fólk smitandi nokkrum klst. áður en einkenni koma fram og í allt að fimm til sjö daga eftir að einkenni byrja. Í þeim tilfellum þar sem inflúensugreining hefur ekki verið staðfest er hvatt til að hefja meðferð með veirulyfinu Tamiflu ef að inflúensulík einkenni eru til staðar og hafa ekki staðið lengur en tvo sólarhringa, hraðgreiningarpróf vegna Covid er neikvætt, og áhættuþættir fyrir alvarlegum inflúensuveikindum eru til staðar. Það er þó mælt með því að staðfesta greiningu með því að senda sýni í rannsókn. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05 Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Faraldurinn fer mun seinna af stað í ár heldur en á meðalári en engin tilfelli greindust þó síðasta vetur, þegar kórónaveirufaraldurinn var í uppsveiflu. Flest staðfestra tilfella í vetur eru meðal einstaklinga yngri en 15 ára en miðað við aldur eru hlutfallslega flest tilfelli meðal fólks 65 ára og eldri. Að því er kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni eru langflest greind tilfelli af inflúensutegund A en ekkert tilfelli hefur greinst af tegund B. Tíu manns hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensu undanfarnar þrjár vikur. Inflúensan er seinna á ferðinni en áður. Gríðarlegt álag var á heilsugæslunni í síðustu viku vegna inflúensu en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir álagið hafa verið minna um helgina. Hann segir enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu, þrátt fyrir að Covid sýkingum fari fækkandi og því þurfi fólk að fara varlega. Sóttvarnalæknir ítrekar að bólusetning sé mikilvæg leið til að draga úr alvarleika inflúensu, sérstaklega hjá áhættuhópum, en bóluefni gegn inflúensu er enn til á landinu. „Ekki er vitað hversu árangursrík bólusetningin er til að koma í veg fyrir smit en virknin er venjulega 30–70%. Jafnvel þó að bóluefnin komi ekki í veg fyrir sýkingu þá geta þau komið í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir í tilkynningunni. Helstu einkenni inflúensu eru hár hiti, beinverkir, hálssærindi, hósti og nefrennsli en einkennin koma vanalega fram um tveimur til fjórum dögum eftir smit. Venjulega er fólk smitandi nokkrum klst. áður en einkenni koma fram og í allt að fimm til sjö daga eftir að einkenni byrja. Í þeim tilfellum þar sem inflúensugreining hefur ekki verið staðfest er hvatt til að hefja meðferð með veirulyfinu Tamiflu ef að inflúensulík einkenni eru til staðar og hafa ekki staðið lengur en tvo sólarhringa, hraðgreiningarpróf vegna Covid er neikvætt, og áhættuþættir fyrir alvarlegum inflúensuveikindum eru til staðar. Það er þó mælt með því að staðfesta greiningu með því að senda sýni í rannsókn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05 Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Sjá meira
Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01
Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05
Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01