Missir heimaþjónustu á þriðjudag og hræðist að enda aftur á bráðamóttöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 14:01 Hilmar Örn Kolbeins veit ekki hvort hann fái áfram heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Samningurinn rennur út á þriðjudag og hann hefur engin svör fengið frá borginni um hvort samningurinn verði framlengdur. Vísir/Egill Fjölfatlaður 45 ára karlmaður hræðist að lenda varanlega inni á bráðamóttöku um miðja viku þar sem þjónustusamningur borgarinnar við hann er við það að renna út. Hann segist hafa sent borginni ítrekaðar fyrirspurnir en fái ekki svör um hvort samningurinn verði framlengdur svo hann geti verið áfram heima. Hilmar Örn Kolbeins hefur í tæpt ár átt í stappi við Reykjavíkurborg vegna þjónustuleysis. Hann var fastur á elliheimili um tíma því borgin neitaði honum um heimaþjónustu en áður en hann komst inn á elliheimilið hafði hann verið fastur á Landspítalanum hálft ár. Hann hafði verið lagður inn á spítalann í febrúar í fyrra vegna legusára og þegar meðferðinni lauk í maí fékk hann ekki að fara heim vegna þess að borgin neitaði honum um heimahjúkrun. Núna í desember gerði velferðarsvið Reykjavíkurborgar við hann þriggja mánaða samning um heimahjúkrun. Sá samningur rennur út á þriðjudag, 29. mars, og Hilmar veit ekkert hvað tekur við. „Það átti að endurmeta þennan samning núna í mars, hvort heimaþjónustan héldi áfram eða ekki. Við höfum ekkert heyrt frá borginni um slíka ákvörðun þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstsendingar og símhringingar þá hefur það engan árangur borið,“ segir Hilmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að borgin hafi hvorki svarað sér né lögmanni hans og staðan núa sé sú að fyrirtækið sem sinni fyrir hann heimaþjónustunni muni ganga út á þriðjudag. „Ef það er að fara að gerast eftir helgi er minni velferð og öryggi ógnað,“ segir Hilmar. Hann segir þessa óvissu hafa víðtæk áhrif á sitt líf. Ekki bara með það hvort hann geti verið áfram heima eða hvort hann fái þjónustu heldur sé hann að stíga sín fyrstu skref í nýrri vinnu, sem hann geti ekki sinnt þurfi hann að leggjast aftur inn á spítala til að fá heilbrigðisþjónustu. „Ég er byrjaður að byggja upp líf mitt aftur eftir að hafa verið á vergangi í heilt ár. Þetta mun auðvitað breyta öllum þeim áformum sem ég hef,“ segir Hilmar. „Þegar ég var á spítalanum var þar neyðarástand út af Covid og það er þannig ennþá. Þá fékk enginn að heimsækja mig þangað og það var enginn að koma á hjúkrunarheimilið þannig að smátt og smátt var ég að einangrast frá fjölskyldu minni og vinum mínum. Ég var bara einn úti í horni,“ segir Hilmar og bætir við að hann hræðist að þetta gerist aftur. Málefni fatlaðs fólks Landspítalinn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Hilmar Örn Kolbeins hefur í tæpt ár átt í stappi við Reykjavíkurborg vegna þjónustuleysis. Hann var fastur á elliheimili um tíma því borgin neitaði honum um heimaþjónustu en áður en hann komst inn á elliheimilið hafði hann verið fastur á Landspítalanum hálft ár. Hann hafði verið lagður inn á spítalann í febrúar í fyrra vegna legusára og þegar meðferðinni lauk í maí fékk hann ekki að fara heim vegna þess að borgin neitaði honum um heimahjúkrun. Núna í desember gerði velferðarsvið Reykjavíkurborgar við hann þriggja mánaða samning um heimahjúkrun. Sá samningur rennur út á þriðjudag, 29. mars, og Hilmar veit ekkert hvað tekur við. „Það átti að endurmeta þennan samning núna í mars, hvort heimaþjónustan héldi áfram eða ekki. Við höfum ekkert heyrt frá borginni um slíka ákvörðun þrátt fyrir ítrekaðar tölvupóstsendingar og símhringingar þá hefur það engan árangur borið,“ segir Hilmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að borgin hafi hvorki svarað sér né lögmanni hans og staðan núa sé sú að fyrirtækið sem sinni fyrir hann heimaþjónustunni muni ganga út á þriðjudag. „Ef það er að fara að gerast eftir helgi er minni velferð og öryggi ógnað,“ segir Hilmar. Hann segir þessa óvissu hafa víðtæk áhrif á sitt líf. Ekki bara með það hvort hann geti verið áfram heima eða hvort hann fái þjónustu heldur sé hann að stíga sín fyrstu skref í nýrri vinnu, sem hann geti ekki sinnt þurfi hann að leggjast aftur inn á spítala til að fá heilbrigðisþjónustu. „Ég er byrjaður að byggja upp líf mitt aftur eftir að hafa verið á vergangi í heilt ár. Þetta mun auðvitað breyta öllum þeim áformum sem ég hef,“ segir Hilmar. „Þegar ég var á spítalanum var þar neyðarástand út af Covid og það er þannig ennþá. Þá fékk enginn að heimsækja mig þangað og það var enginn að koma á hjúkrunarheimilið þannig að smátt og smátt var ég að einangrast frá fjölskyldu minni og vinum mínum. Ég var bara einn úti í horni,“ segir Hilmar og bætir við að hann hræðist að þetta gerist aftur.
Málefni fatlaðs fólks Landspítalinn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira