Innlent

Ungir inn­flytj­endur eiga erfitt með að fá vinnu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Björk Vilhelmsdóttir var lengi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar. Hún segist ekki hafa fylgst með pólitík síðustu ár. Í staðin beinir hún kröftum sínum að verkefnum eins og Tækifærinu.
Björk Vilhelmsdóttir var lengi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar. Hún segist ekki hafa fylgst með pólitík síðustu ár. Í staðin beinir hún kröftum sínum að verkefnum eins og Tækifærinu. vísir/sigurjón

Tæpur helmingur atvinnulausra á landinu er með erlent ríkisfang. Þetta fólk er oft ungt og ómenntað en getur nú lært réttu handtökin fyrir atvinnulífið í nýju og skemmtilegu verkefni sem var að fara af stað í Borgarfirði.

Rífa upp gólf, mála stóla og laga raf­leiðslur. Þetta er á meðal þess sem þátt­tak­endur nýs at­vinnu­leysis­verk­efnis fá að gera í Hreða­vatns­skála í Borgar­firði um þessar mundir.

Verk­efnið heitir Tæki­færið en að baki því stendur gamall pólitíkus sem nýtir nú menntun sína í fé­lags­ráð­gjöf til að hjálpa ungu fólki sem hefur verið at­vinnu­laust í langan tíma.

„Þetta er svona til­rauna­hópur. Við erum bara með sex þátt­tak­endur, svona í byrjun. Það duttu nú nokkrir úr skaftinu svona í upp­hafi. Það er svoldið erfitt að fá þennan hóp til virkni sem er búinn að vera lengi ó­virkur,“ segir Björk Vil­helms­dóttir fé­lags­ráð­gjafi.

Það er nefni­lega ekki svo auð­velt að fá vinnu á Ís­landi. Alla­vega ekki ef maður er er­lendur ríkis­borgari.

43 prósent þeirra sem eru atvinnulausir á landinu í dag eru erlendir ríkisborgarar.vísir/ragnar

At­vinnu­leysi á landinu stendur í 5,2 prósentum í dag en af þeim tíu þúsund manna hópi eru 43 prósent er­lendir ríkis­borgarar - rúm­lega fjögur þúsund manns.

Ef maður hangir heima fær maður ekki vinnu

Al­fredo er einn þeirra sex sem eru í til­rauna­hópnum.

„Ég kom til Ís­lands til að þroskast því að í mínu landi er lífs­bar­áttan erfið. Ég er ó­menntaður og vildi fara til annars lands bara til að öðlast gott líf og kaupa marga hluti,“ segir Al­fredo Cor­reia, inn­flytjandi frá Portúgal.

Alfredo ætlar sér að fá vinnu á Íslandi. vísir/sigurjón

Hann segir ekki auð­velt að fá vinnu á Ís­landi sem út­lendingur en þó snúist þetta oft um hugar­farið.

„Stundum er þetta erfitt... en ef maður hangir heima og gerir ekki neitt fær maður aldrei vinnu. Þess vegna erum við hér, til að sjá af hverju við finnum enga vinnu,“ segir Al­fredo.

Viss um að tilboðin komi

Björk er bjart­sýn á að hópurinn fái vinnu að verk­efninu loknu.

„Svo bara í maí þá er ég til­búin að taka við til­boðum frá at­vinnu­lífinu og ég veit að það verður sko nóg af til­boðum,“ segir Björk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×