Vill að umdeilt listaverk til heiðurs samstarfi Rússa og NATO verði fjarlægt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 22:51 Ritari Samtaka hernaðarandstæðinga vill að listaverk fyrir utan Hótel Sögu verði fjarlægt. Verkið er tuttugu ára gamalt og táknar vináttu og samstarf Rússlands við NATO-ríkin. Listaverkið heitir 20 logar og er eftir Huldu Hákon. Það hefur staðið fyrir utan Hótel Sögu í tvo áratugi og er minnisvarði fyrir sögulegan fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Rússlands sem var haldinn þar árið 2002. Listaverkið er klárlega eitt það umdeildasta sem við eigum hér á Íslandi og á því hafa nokkrum sinnum verið unnar skemmdir, síðast árið 2018 og þá leit þetta listaverk svona út: Verkið eftir skemmdarverk árið 2018. vísir Hernaðarandstæðingar segjast ekki hafa stolið logunum Og nokkrum árum fyrr höfðu tveimur af tuttugu logum verksins verið stolið. Lengi hefur sá orðrómur verið uppi að Samtök hernaðarandstæðinga hafi staðið að baki stuldinum en því neitar Stefán Pálsson, ritari samtakanna. „Ég veit ekki hverjir hafa gert það en allavega tvívegis hefur verið slett á þetta málningu og einhverjir hafa gert sér að leik að hnupla þessum logum sem þess utan hafa upplitast mikið vegna brennisteins í loftinu. Þannig þetta er svona frekar óheppið listaverk,“ segir hann. Logarnir 20 kulnaðir Og nú vill hann að listaverkið verði fjarlægt. „Ég velti því nú fyrir mér í ljósi síðustu atburða í heimsmálunum hvort það sé í rauninni nokkur sem vilji hafa þetta verk hérna uppi. Ég held að það hljóti að vera hægt að ná nokkuð breiðri samstöðu um það í dag að taka niður þetta verk,“ segir Stefán. Forsendur verksins eru þannig brostnar að mati Stefáns. „Boðskapur þessa verks átti að vera vinátta Rússlands og NATO. Og ég held að það fari nú mjög lítið fyrir þeirri vináttu í dag. Logarnir sem standa upp úr steininum eru 20 talsins. Aðildarríki NATO voru 19 þegar það var sett upp og táknar hver logi eitt NATO-ríki og er einn aukalogi á verkinu fyrir Rússland. Væntanlegt samstarf sem aldrei varð. Logarnir 20 kulnaðir - allavega í bili. Styttur og útilistaverk Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Reykjavík Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira
Listaverkið heitir 20 logar og er eftir Huldu Hákon. Það hefur staðið fyrir utan Hótel Sögu í tvo áratugi og er minnisvarði fyrir sögulegan fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Rússlands sem var haldinn þar árið 2002. Listaverkið er klárlega eitt það umdeildasta sem við eigum hér á Íslandi og á því hafa nokkrum sinnum verið unnar skemmdir, síðast árið 2018 og þá leit þetta listaverk svona út: Verkið eftir skemmdarverk árið 2018. vísir Hernaðarandstæðingar segjast ekki hafa stolið logunum Og nokkrum árum fyrr höfðu tveimur af tuttugu logum verksins verið stolið. Lengi hefur sá orðrómur verið uppi að Samtök hernaðarandstæðinga hafi staðið að baki stuldinum en því neitar Stefán Pálsson, ritari samtakanna. „Ég veit ekki hverjir hafa gert það en allavega tvívegis hefur verið slett á þetta málningu og einhverjir hafa gert sér að leik að hnupla þessum logum sem þess utan hafa upplitast mikið vegna brennisteins í loftinu. Þannig þetta er svona frekar óheppið listaverk,“ segir hann. Logarnir 20 kulnaðir Og nú vill hann að listaverkið verði fjarlægt. „Ég velti því nú fyrir mér í ljósi síðustu atburða í heimsmálunum hvort það sé í rauninni nokkur sem vilji hafa þetta verk hérna uppi. Ég held að það hljóti að vera hægt að ná nokkuð breiðri samstöðu um það í dag að taka niður þetta verk,“ segir Stefán. Forsendur verksins eru þannig brostnar að mati Stefáns. „Boðskapur þessa verks átti að vera vinátta Rússlands og NATO. Og ég held að það fari nú mjög lítið fyrir þeirri vináttu í dag. Logarnir sem standa upp úr steininum eru 20 talsins. Aðildarríki NATO voru 19 þegar það var sett upp og táknar hver logi eitt NATO-ríki og er einn aukalogi á verkinu fyrir Rússland. Væntanlegt samstarf sem aldrei varð. Logarnir 20 kulnaðir - allavega í bili.
Styttur og útilistaverk Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Reykjavík Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira