Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. mars 2018 21:45 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk hafa verið unnin á verkinu, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur. Mynd/Aðsend Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur, var útmáð tjöru og fiðri auk þess sem bensínbrúsum og plastpokum var komið fyrir á logum verksins. Málað var sérstaklega yfir nafn Tyrklands á verkinu. „Ég býst við að þeta hafi verið gert í dag og heyrði af þessu fyrst frá samstarfskonu minni. Mér skilst að það hafi verið send út einhver yfirlýsing með myndum til fjölmiðla,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Verkið var afhjúpað af Halldóri Ásgrímssyni, George Robertson og Ígor Ívanov árið 2002 eftir að gengið hafi verið frá stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld segir að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt.Mynd/AðsendNýbúið að taka verkið í gegn Engin félagasamtök lýsa yfir ábyrgð á skemmdarverkunum, sem Sigurður Trausti segir að hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við erum að skoða þetta út frá því að þetta sé mögulega tryggingamál líka svo að þá fer það bara í ákveðið ferli og lögreglan er búin að mæta á staðinn og mynda og það er komið málsnúmer á þetta,“ segir Sigurður. „Við erum nýbúin að taka verkið alveg í gegn og gera við það og það var dýr framkvæmd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er skemmt. Svo við munum bara bregðast við eins skjótt og við getum að meta skemmdirnar og gera við það.“ Hann segist ekki hafa nákvæma tölu um hversu oft skemmdarverk hafi verið unnin á þessu tiltekna verki en að safnið haldi utan um slíka tölfræði. Strax á morgun muni hann fara á staðinn og hefjast handa við að meta hversu miklar skemmdirnar eru og athuga til dæmis hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. „Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá virðist einhverju hafa verið slett á verkið. Það þarf að þrífa það en alltaf þegar um er að ræða listaverk þá eru þau náttúrulega viðkvæm og það þarf fagaðila. Það er ekki hægt að mæta á svæðið með háþrýstidælu. Það þurfa fagaðilar að meta skemmdirnar og laga.“ Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur, var útmáð tjöru og fiðri auk þess sem bensínbrúsum og plastpokum var komið fyrir á logum verksins. Málað var sérstaklega yfir nafn Tyrklands á verkinu. „Ég býst við að þeta hafi verið gert í dag og heyrði af þessu fyrst frá samstarfskonu minni. Mér skilst að það hafi verið send út einhver yfirlýsing með myndum til fjölmiðla,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Verkið var afhjúpað af Halldóri Ásgrímssyni, George Robertson og Ígor Ívanov árið 2002 eftir að gengið hafi verið frá stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld segir að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt.Mynd/AðsendNýbúið að taka verkið í gegn Engin félagasamtök lýsa yfir ábyrgð á skemmdarverkunum, sem Sigurður Trausti segir að hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við erum að skoða þetta út frá því að þetta sé mögulega tryggingamál líka svo að þá fer það bara í ákveðið ferli og lögreglan er búin að mæta á staðinn og mynda og það er komið málsnúmer á þetta,“ segir Sigurður. „Við erum nýbúin að taka verkið alveg í gegn og gera við það og það var dýr framkvæmd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er skemmt. Svo við munum bara bregðast við eins skjótt og við getum að meta skemmdirnar og gera við það.“ Hann segist ekki hafa nákvæma tölu um hversu oft skemmdarverk hafi verið unnin á þessu tiltekna verki en að safnið haldi utan um slíka tölfræði. Strax á morgun muni hann fara á staðinn og hefjast handa við að meta hversu miklar skemmdirnar eru og athuga til dæmis hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. „Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá virðist einhverju hafa verið slett á verkið. Það þarf að þrífa það en alltaf þegar um er að ræða listaverk þá eru þau náttúrulega viðkvæm og það þarf fagaðila. Það er ekki hægt að mæta á svæðið með háþrýstidælu. Það þurfa fagaðilar að meta skemmdirnar og laga.“
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira