Lífið

Lay Low syngur Með Hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir Úkraínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kór Fella- og Hólakirkju í úkraínsku fánalitunum.
Kór Fella- og Hólakirkju í úkraínsku fánalitunum.

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, mun flytja lagið Með hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir hjálparstarf kirkjunnar í Úkraínu í sunnudagsmessu í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. Lagið er framlag Íslands til Eurovision í ár.

Auk Lay Low mun Diddú taka lagið, Grímur Helgason spilar á klarinett og Alexandra Chernyshova sópran syngja ásamt kór kirkjunnar. Kórinn mun bera barmmerki í úkraínsku fánalitunum. Í lok messunnar verður þjóðsöngur Úkraínu fluttur.

Séra Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Kristín Ólafsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar flytur ávarp. Messan hefst klukkan 11.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.