Sex ára fangelsi fyrir brot á þroskaskertum konum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2022 07:01 Karlmaðurinn var meðal annars ákærður fyrir brot gegn þroskaskerti konu í bíl í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Tæplega sextugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Þá var hann dæmdur til að greiða þeim milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Ákæran á hendur honum var í fimm liðum en ákærð brot voru framin á árunum 2014 til 2018. Þau voru margs konar og mörg kynferðisleg. Þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Þá kom fram í ákærunni að hann hefði blekkt hann eina konuna um hver hann væri og fengið aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Þekkti allar konurnar Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá sætti hann um tíma nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðaði upp á tíu milljónir króna samanlagt. Þinghald í málinu var lokað en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot sín. Stór hluti af meðferð málsins snerist um að leggja mat á sakhæfi mannsins. Svo fór að héraðsdómur mat hann sakhæfan og dæmdi til fyrrnefndrar refsingar. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi mannsins, segir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisbrot í bílum og á salerni Vísir fjallaði um ásakanirnar yfir manninum sem fram komu í ákærunni á sínum tíma. Var meðal annars um að ræða kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Hann var ákærður fyrir að beita aðra konu blekkingum, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir og hóta henni að birta þær. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í bifreið árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gegn tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem dæmt er í kynferðisbrotamálum gegn þroskaskertum konum. Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst 2018 fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu sem staðfestur var í Landsrétti ári síðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en hefur enn sem komið er ekki verið birtur á vef dómstólsins. Ákæran á hendur honum var í fimm liðum en ákærð brot voru framin á árunum 2014 til 2018. Þau voru margs konar og mörg kynferðisleg. Þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Þá kom fram í ákærunni að hann hefði blekkt hann eina konuna um hver hann væri og fengið aðra til að taka peninga út úr hraðbanka fyrir sig. Þekkti allar konurnar Maðurinn þekkti allar konurnar og var meðvitaður um þroskaskerðingu þeirra, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru. Hann mun þó ekki vera bundinn konunum fjölskylduböndum. Þá sætti hann um tíma nálgunarbanni gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Einkaréttakrafa kvennanna fjögurra hljóðaði upp á tíu milljónir króna samanlagt. Þinghald í málinu var lokað en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir brot sín. Stór hluti af meðferð málsins snerist um að leggja mat á sakhæfi mannsins. Svo fór að héraðsdómur mat hann sakhæfan og dæmdi til fyrrnefndrar refsingar. Jón Bjarni Kristjánsson, verjandi mannsins, segir í samtali við fréttastofu að dómnum verði áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisbrot í bílum og á salerni Vísir fjallaði um ásakanirnar yfir manninum sem fram komu í ákærunni á sínum tíma. Var meðal annars um að ræða kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Hann var ákærður fyrir að beita aðra konu blekkingum, fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir og hóta henni að birta þær. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun með því að hafa í eitt skipti í bifreið árið 2015 eða 2016 nýtt sér yfirburði og aðstöðumun gegn tveimur þroskaskertum konum og brotið kynferðislega á þeim. Þetta er í annað skiptið á fjórum árum sem dæmt er í kynferðisbrotamálum gegn þroskaskertum konum. Bocciaþjálfari á Akureyri hlaut í ágúst 2018 fjögurra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu sem staðfestur var í Landsrétti ári síðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38