Nýr miðbær og göngugata í kortunum á Egilsstöðum Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 23:30 Hér má sjá tölvumynd af væntanlegum miðbæjarkjarna. Múlaþing Í nýju deiluskipulagi í miðbæ Egilsstaða er gert ráð fyrir 160 nýjum íbúðum auk göngugötu. Uppbygging miðbæjarins hefur verið á döfinni allt frá árinu 2004 en fyrst nú virðist vera komin hreyfing á hlutina. Í tilkynningu á vef Múlaþings segir að miðbæjarkjarninn hafi fengið nafnið Straumurinn og að göngugatan Ormurinn sé í lykilhlutverki í kjarnanum. Gert er ráð fyrir 160 íbúðum á efri hæðum bygginga og verslun á neðri hæðum. Hugmyndir um uppbyggingu miðbæjarkjarna eru ekki nýjar af nálinni á Egilsstöðum því árið 2004 var haldin hugmyndasamkeppni um nýjan miðbæ þar sem arkitektastofan Arkís vann til fyrstu verðlauna. Deiliskipulag sem var samþykkt árið 2006 komst hins vegar aldrei til framkvæmda. Árið 2015 hófst síðan vinna við breytingu á deiliskipulaginu en Arkís vann það í samvinnu við bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs og á síðasta ári var endurskoðað skipulag samþykkt. Göngugata með vísan í Lagarfljótsorminn Samkvæmt hinu nýja skipulagi verður byggð þétt og hlutfall íbúða aukið. Markmiðið er að skapa líflegan miðbæ með opnum torgum og grænum svæðum fjarri bílaumferð. Í skipulagstillögunni er göngu- og verslunargata sem fengið hefur nafnið Ormurinn, með vísan í Lagarfljótsorminn og þjóðsöguna um hann. Inngangar í verslanir verða frá göngugötunni og á að gera umhverfið í kring aðlaðandi með fallegum setsvæðum. Torg verður fyrir miðri göngugötu sem mun nýtast fyrir viðburði og hátíðahöld. Múlaþing hefur auglýst eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu innan fjögurra skilgreinda reita sem mynda kjarna miðbæjarins. Múlaþing Skipulag Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Í tilkynningu á vef Múlaþings segir að miðbæjarkjarninn hafi fengið nafnið Straumurinn og að göngugatan Ormurinn sé í lykilhlutverki í kjarnanum. Gert er ráð fyrir 160 íbúðum á efri hæðum bygginga og verslun á neðri hæðum. Hugmyndir um uppbyggingu miðbæjarkjarna eru ekki nýjar af nálinni á Egilsstöðum því árið 2004 var haldin hugmyndasamkeppni um nýjan miðbæ þar sem arkitektastofan Arkís vann til fyrstu verðlauna. Deiliskipulag sem var samþykkt árið 2006 komst hins vegar aldrei til framkvæmda. Árið 2015 hófst síðan vinna við breytingu á deiliskipulaginu en Arkís vann það í samvinnu við bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs og á síðasta ári var endurskoðað skipulag samþykkt. Göngugata með vísan í Lagarfljótsorminn Samkvæmt hinu nýja skipulagi verður byggð þétt og hlutfall íbúða aukið. Markmiðið er að skapa líflegan miðbæ með opnum torgum og grænum svæðum fjarri bílaumferð. Í skipulagstillögunni er göngu- og verslunargata sem fengið hefur nafnið Ormurinn, með vísan í Lagarfljótsorminn og þjóðsöguna um hann. Inngangar í verslanir verða frá göngugötunni og á að gera umhverfið í kring aðlaðandi með fallegum setsvæðum. Torg verður fyrir miðri göngugötu sem mun nýtast fyrir viðburði og hátíðahöld. Múlaþing hefur auglýst eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu innan fjögurra skilgreinda reita sem mynda kjarna miðbæjarins.
Múlaþing Skipulag Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira