Portúgalar sluppu með skrekkinn og eru komnir skrefi nær HM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Portúgal er á leið í úrslitaleik um sæti á HM.
Portúgal er á leið í úrslitaleik um sæti á HM. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Portúgal er nú aðeins einum sigri frá sæti á HM í Katar eftir nauman 2-1 sigur gegn Tyrklandi í undanúrslitum umspilsins í kvöld.

Heimamenn í portúgalska liðinu náðu forystu eftir tæplega 15 mínútna leik með marki frá Otavio. Hann var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir hálfleik þegar hann lagði upp annað mark liðsins, en í þetta skipti var það Diogo Jota sem kom boltanum í netið og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbegja.

Burak Yilmaz minnkaði muninn fyrir Tyrki á 65. mínútu eftir laglegt samspil við Cengiz Under. Yilmaz fékk svo gullið tækifæri til að jafna metin af vítapunktinum rúmum fimm mínútum fyrir leikslok, en spyrna hans sigldi framhjá markinu.

Þessi vítaspyrna reyndist Tyrkjum dýrkeypt því ekki tókst þeim að jafna metin á lokamínútum leiksins. Portúgalar náðu hins vegar að gulltryggja 3-1 sigur með marki frá Matheus Luiz í uppbótartíma.

Portúgal er því á leið í hreinan úrslitaleik um sæti á HM. Liðið mætir Norður-Makedóníu næstkomandi þriðjudag, en Norður-Makedónía vann óvæntan sigur gegn Evrópumeisturunum í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira