Jón Dagur hrekur orðróminn og reiknar með að yfirgefa Danmörku Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 15:01 Jón Dagur Þorsteinsson gegnir sífellt stærra hlutverki í landsliðinu og gæti spilað sinn 17. A-landsleik á laugardaginn gegn Finnlandi. Getty/Alex Nicodim „Eins og staðan er í dag held ég að ég eigi um það bil tíu leiki eftir fyrir AGF og svo muni ég fara eitthvert annað,“ segir Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem er á förum frá Danmörku í sumar og gæti mögulega verið á leið til Englands. „Þetta getur breyst en eins og þetta hefur þróast síðustu daga og vikur býst ég við að fara í sumar,“ segir Jón Dagur en hann sat fyrir svörum við tölvuna á blaðamannafundi KSÍ á Spáni í dag. Þar leikur Ísland vináttulandsleik við Finnland á laugardaginn og gegn Spáni næsta þriðjudag. Jón Dagur var í dag orðaður við annað danskt félag, OB, og hefur áður verið orðaður við AaB í dönskum fjölmiðlum. Það er þó ekki að heyra á honum að hann verði áfram í Danmörku nú þegar þriðja tímabili hans hjá AGF er að ljúka. „Ég býst ekki við að vera í Danmörku áfram ef ég fer frá AGF. Ég held að þetta séu nú bara einhver orðrómur. Ég hef ekki verið í sambandi við önnur dönsk félög og efast um að ég muni gera það.“ Svekkjandi að fylgjast alltaf með af bekknum í lokin Jón Dagur segir það styðja við ákvörðunina um að yfirgefa AGF að hann fái nánast aldrei að spila allar 90 mínúturnar í leikjum: „Þetta spilar algjörlega inn í. Þetta hefur verið svolítið lengi í gangi. Á sama tíma þá var þetta bara uppleggið hjá okkur fyrir leiki – að skipta kantmönnum þegar það væru 20-25 mínútur eftir og fá ferska fætur inn á. Það var að virka hjá liðinu, þó að þetta væri ekki staða sem ég vildi vera í – að vera alltaf tekinn út af þó að maður byrjaði alla leiki. Að vera farinn út af þegar leikurinn er að opnast. Það eru oftast meiri möguleikar á að skora síðustu 20-25 mínúturnar og svekkjandi að fylgjast með því af bekknum.“ Langar í lið sem spilar betri fótbolta Jón Dagur, sem er 23 ára, fór ungur að árum frá HK til Fulham í Englandi og er mjög opinn fyrir því að komast í enska boltann en hann var spurður sérstaklega út í möguleikann á að hann færi í félag í næstefstu deild Englands. „Ég er mjög opinn fyrir öllu. Ég var í Englandi en náði ekki að spila með Fulham þegar þeir voru þá í úrvalsdeildinni og Championship-deildinni. Auðvitað væri ég opinn fyrir því að fara í þá deild því hún er skemmtileg,“ segir Jón Dagur. „Ég er ekki búinn að ákveða neitt og er bara rólegur yfir þessu. Ég ætla að taka mér tíma í að ákveða næsta skref. Mig langar að komast í lið sem spilar betri fótbolta og hentar mér betur. Á þessu tímabili erum við bara búnir að vera lélegir og það hefur verið erfitt að vera sóknarmaður í þessu liði. Ég væri til í að komast í lið sem hentar mér betur. Ég er ekki að pæla í einhverju ákveðnu landi og er bara opinn varðandi það,“ segir Jón Dagur. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00 Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00 Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30 Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
„Þetta getur breyst en eins og þetta hefur þróast síðustu daga og vikur býst ég við að fara í sumar,“ segir Jón Dagur en hann sat fyrir svörum við tölvuna á blaðamannafundi KSÍ á Spáni í dag. Þar leikur Ísland vináttulandsleik við Finnland á laugardaginn og gegn Spáni næsta þriðjudag. Jón Dagur var í dag orðaður við annað danskt félag, OB, og hefur áður verið orðaður við AaB í dönskum fjölmiðlum. Það er þó ekki að heyra á honum að hann verði áfram í Danmörku nú þegar þriðja tímabili hans hjá AGF er að ljúka. „Ég býst ekki við að vera í Danmörku áfram ef ég fer frá AGF. Ég held að þetta séu nú bara einhver orðrómur. Ég hef ekki verið í sambandi við önnur dönsk félög og efast um að ég muni gera það.“ Svekkjandi að fylgjast alltaf með af bekknum í lokin Jón Dagur segir það styðja við ákvörðunina um að yfirgefa AGF að hann fái nánast aldrei að spila allar 90 mínúturnar í leikjum: „Þetta spilar algjörlega inn í. Þetta hefur verið svolítið lengi í gangi. Á sama tíma þá var þetta bara uppleggið hjá okkur fyrir leiki – að skipta kantmönnum þegar það væru 20-25 mínútur eftir og fá ferska fætur inn á. Það var að virka hjá liðinu, þó að þetta væri ekki staða sem ég vildi vera í – að vera alltaf tekinn út af þó að maður byrjaði alla leiki. Að vera farinn út af þegar leikurinn er að opnast. Það eru oftast meiri möguleikar á að skora síðustu 20-25 mínúturnar og svekkjandi að fylgjast með því af bekknum.“ Langar í lið sem spilar betri fótbolta Jón Dagur, sem er 23 ára, fór ungur að árum frá HK til Fulham í Englandi og er mjög opinn fyrir því að komast í enska boltann en hann var spurður sérstaklega út í möguleikann á að hann færi í félag í næstefstu deild Englands. „Ég er mjög opinn fyrir öllu. Ég var í Englandi en náði ekki að spila með Fulham þegar þeir voru þá í úrvalsdeildinni og Championship-deildinni. Auðvitað væri ég opinn fyrir því að fara í þá deild því hún er skemmtileg,“ segir Jón Dagur. „Ég er ekki búinn að ákveða neitt og er bara rólegur yfir þessu. Ég ætla að taka mér tíma í að ákveða næsta skref. Mig langar að komast í lið sem spilar betri fótbolta og hentar mér betur. Á þessu tímabili erum við bara búnir að vera lélegir og það hefur verið erfitt að vera sóknarmaður í þessu liði. Ég væri til í að komast í lið sem hentar mér betur. Ég er ekki að pæla í einhverju ákveðnu landi og er bara opinn varðandi það,“ segir Jón Dagur. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00 Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00 Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30 Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. 24. mars 2022 13:00
Horfði upp á félaga sinn í íslenska landsliðinu brotna: „Ömurlegt“ Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki með íslenska landsliðinu í æfingabúðunum á Spáni þrátt fyrir að hafa verið valinn í hópinn. Ástæðan eru meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik Midtjylland fyrir landsliðsgluggann. 24. mars 2022 11:00
Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. 23. mars 2022 16:30
Stefán Teitur hrósaði hugarfari frænda síns: Hefur ekki einu sinni vælt í mér Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping, verður á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í sumar en frændi hans Stefán Teitur Þórðarson hrósaði honum á blaðamannafundi hjá íslenska karlalandsliðinu. 23. mars 2022 14:30