Erlent

Stol­ten­berg mun ekki taka við sem seðla­banka­stjóri Noregs

Atli Ísleifsson skrifar
Jens Stoltenberg tók við stöðu framkvæmdastjóra NATO árið 2014.
Jens Stoltenberg tók við stöðu framkvæmdastjóra NATO árið 2014. EPA

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, mun ekki taka við stöðu seðlabankastjóra Noregs í október líkt og til stóð.

Norska fjármálaráðuneytið greindi frá þessu fyrir stundu eftir að tilkynnt var að Stoltenberg hafi verið beðinn og þegið að gegna stöðu framkvæmdastjóra NATO í eitt ár lengur en til stóð vegna ástandsins í heiminum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Ida Wolden Bache verður áfram seðlabankastjóri landsins.

Ida Wolden Bache.Norski seðlabankinn

Greint var frá því fyrr á árinu að Stoltenberg hafi verið skipaður seðlabankastjóri í Noregi og að hann myndi taka við stöðunni þegar embættistíð hans hjá NATO lyki, það er í október.

Ida Wolden Bache, sem hefur verið aðstoðarseðlabankastjóri Noregs síðustu ár, hefur verið starfandi seðlabankastjóri síðustu vikurnar og hafði verið falið að gegna stöðunni þar til að Stoltenberg tæki við í október næstkomandi. Hún hefur nú verið skipuð í embættið.

Bache var í hópi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra, en Stoltenberg var skipaður í stöðuna í febrúar síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Segja Stol­ten­berg verða ár lengur í em­bætti

Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×