Eriksen veit ástæðuna Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 14:01 Christian Eriksen er byrjaður að spila fótbolta á nýjan leik eftir langt hlé vegna hjartastoppsins á EM síðasta sumar. Getty/James Williamson Christian Eriksen er mættur aftur í danska landsliðið, níu mánuðum eftir að hafa fengið hjartastopp og hnigið til jarðar í leik með liðinu gegn Finnlandi á EM í fótbolta. Eriksen segist vita ástæðuna fyrir hjartastoppinu en vilja halda þeim upplýsingum fyrir sjálfan sig. Hann er nýbyrjaður að spila fótbolta að nýju og á að geta beitt sér að fullu líkt og áður, eftir að hafa fengið ígræddan bjargráð. Hann hefur þegar spilað þrjá leiki með Brentford í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hann frá Inter í lok janúar. „Ég hef það bara gott, er í toppformi og líður vel. Hugarfarið er það sama og áður. Ég spila fótbolta og lít hann sömu augum og áður. Það vantar aðeins upp á leikformið en það kemur,“ sagði Eriksen við fjölmiðlamenn fyrir æfingu danska landsliðsins á Spáni í dag. Snýr aftur í landsliðið á stað sem er honum kær Danir eiga fyrir höndum vináttulandsleiki við Holland í Amsterdam á laugardaginn og Serbíu í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Eriksen, sem leikið hefur 109 landsleiki, reiknar með að byrja á bekknum gegn Hollandi eftir að hafa verið úr leik í viku vegna kórónuveirusmits. Hann vill sömuleiðis vera skynsamur eftir langt hlé frá fótboltanum. „Það hvort endurkoma mín [með landsliðinu] verður í Amsterdam eða á Parken skiptir mig ekki öllu máli. Þetta eru tveir staðir sem hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig á mínum ferli,“ sagði Eriksen sem hóf atvinnumannsferil sinn með Ajax í Amsterdam. Eriksen hefur svo sannarlega ekki gleymt því sem gerðist síðasta sumar, frekar en nokkur sem sá hvað gerðist. Hann segist vita hvað olli hjartastoppinu. „Af hverju kom þetta bara fyrir mig?“ „Það sem gerðist er núna hluti af sögunni og hluti af mér. Þannig verður það alltaf. En ég hef oft spurt mig: Af hverju kom þetta bara fyrir mig? Ég veit ástæðuna en ég vil gjarnan halda henni fyrir sjálfan mig. Nú er ég kominn á annan stað sem knattspyrnumaður og manneskja. Það er gott að hafa þetta í farteskinu. Fólk gleymir því ekki hvað gerðist. Ég geri ráð fyrir því að þetta klikki ekki aftur. Ég hef verið prófaður í bak og fyrir,“ sagði Eriksen. Blind leiðir Eriksen Fleiri dæmi eru um að knattspyrnumenn snúi aftur eftir hjartastopp, með ígræddan bjargráð, og Eriksen leitaði mikið til Hollendingsins Daley Blind sem lenti í svipuðu atviki: „Ég hef verið mikið í sambandi við hann. Alveg frá því að ég lá inni á spítalanum. Ég hef hallað mér mikið upp að honum, sérstaklega varðandi endurhæfinguna. Svo hitti ég hann þegar ég var í endurhæfingu í Amsterdam. Það er eðlilegt að ég tali við hann um andlega þáttinn, ígræðsluna og hvernig svona lagað líf er,“ sagði Eriksen. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Eriksen segist vita ástæðuna fyrir hjartastoppinu en vilja halda þeim upplýsingum fyrir sjálfan sig. Hann er nýbyrjaður að spila fótbolta að nýju og á að geta beitt sér að fullu líkt og áður, eftir að hafa fengið ígræddan bjargráð. Hann hefur þegar spilað þrjá leiki með Brentford í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hann frá Inter í lok janúar. „Ég hef það bara gott, er í toppformi og líður vel. Hugarfarið er það sama og áður. Ég spila fótbolta og lít hann sömu augum og áður. Það vantar aðeins upp á leikformið en það kemur,“ sagði Eriksen við fjölmiðlamenn fyrir æfingu danska landsliðsins á Spáni í dag. Snýr aftur í landsliðið á stað sem er honum kær Danir eiga fyrir höndum vináttulandsleiki við Holland í Amsterdam á laugardaginn og Serbíu í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Eriksen, sem leikið hefur 109 landsleiki, reiknar með að byrja á bekknum gegn Hollandi eftir að hafa verið úr leik í viku vegna kórónuveirusmits. Hann vill sömuleiðis vera skynsamur eftir langt hlé frá fótboltanum. „Það hvort endurkoma mín [með landsliðinu] verður í Amsterdam eða á Parken skiptir mig ekki öllu máli. Þetta eru tveir staðir sem hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig á mínum ferli,“ sagði Eriksen sem hóf atvinnumannsferil sinn með Ajax í Amsterdam. Eriksen hefur svo sannarlega ekki gleymt því sem gerðist síðasta sumar, frekar en nokkur sem sá hvað gerðist. Hann segist vita hvað olli hjartastoppinu. „Af hverju kom þetta bara fyrir mig?“ „Það sem gerðist er núna hluti af sögunni og hluti af mér. Þannig verður það alltaf. En ég hef oft spurt mig: Af hverju kom þetta bara fyrir mig? Ég veit ástæðuna en ég vil gjarnan halda henni fyrir sjálfan mig. Nú er ég kominn á annan stað sem knattspyrnumaður og manneskja. Það er gott að hafa þetta í farteskinu. Fólk gleymir því ekki hvað gerðist. Ég geri ráð fyrir því að þetta klikki ekki aftur. Ég hef verið prófaður í bak og fyrir,“ sagði Eriksen. Blind leiðir Eriksen Fleiri dæmi eru um að knattspyrnumenn snúi aftur eftir hjartastopp, með ígræddan bjargráð, og Eriksen leitaði mikið til Hollendingsins Daley Blind sem lenti í svipuðu atviki: „Ég hef verið mikið í sambandi við hann. Alveg frá því að ég lá inni á spítalanum. Ég hef hallað mér mikið upp að honum, sérstaklega varðandi endurhæfinguna. Svo hitti ég hann þegar ég var í endurhæfingu í Amsterdam. Það er eðlilegt að ég tali við hann um andlega þáttinn, ígræðsluna og hvernig svona lagað líf er,“ sagði Eriksen.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira