Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2022 13:00 Arnar Þór Viðarsson sést hér á æfingu liðsins við hlið fyrirliðans Birkis Bjarnasonar. KSÍ Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. Arnar Þór er orðinn 44 ára gamall en spilaði á sínum tíma 52 landsleiki og alls 391 leik í efstu deild í Belgíu. Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson var meðal annars spurður út í þátttöku landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi í gær en jafnframt hvernig Aroni lítist á verkefni þessa landsliðsglugga á móti EM-liði Finna og stórliði Spánverja? „Þetta verður mjög spennandi og flottir leikir að fá. Við fáum tækifæri til æfa okkur og þróa liðið. Við höfum núna viku til þess að æfa vel og undirbúa okkur sem er flott,“ sagði Aron Elís. Team coaches @ work #fyririsland pic.twitter.com/UKUlv4SXDK— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 22, 2022 Aron lék sína fyrstu keppnisleiki síðasta haust og er að reyna að stimpla sig inn í hópinn. „Ég var þvílíkt stoltur að hafa verð valinn í keppnisleiki og svo er það bara undir mér komið að grípa tækifærið þegar þar að kemur. Ég er mjög ánægður með það og núna í framhaldinu ætla ég að reyna að festa mig í hópnum,“ sagði Aron Elís. Aron Elís er að spila aftar á vellinum en hann gerði hjá Víkingum á sínum tíma. Hver er besta staðan hjá Aroni? „Ég myndi segja að ég gæti leyst bæði sexuna og áttuna. Ég hef verið að spila meira í sexu hlutverki síðasta árið og gengið vel. Ég tel mig líka geta leyst áttuna. Ég spila bara þar ég verð látinn spila,“ sagði Aron Elís. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sýndi vissulega flott tilþrif á æfingu íslensku strákanna í vikunni. Þora menn eitthvað að tækla þjálfarinn á æfingum? „Ég missti af fyrstu æfingunni á mánudeginum og frétti þá að hann hefði verið í framherjanum að raða inn mörkunum. Hann þekkir þetta og er búinn að spila fótbolta á góðu getustigi. Ég hef engar áhyggjur af honum þegar hann er með okkur,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Arnar Þór er orðinn 44 ára gamall en spilaði á sínum tíma 52 landsleiki og alls 391 leik í efstu deild í Belgíu. Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson var meðal annars spurður út í þátttöku landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi í gær en jafnframt hvernig Aroni lítist á verkefni þessa landsliðsglugga á móti EM-liði Finna og stórliði Spánverja? „Þetta verður mjög spennandi og flottir leikir að fá. Við fáum tækifæri til æfa okkur og þróa liðið. Við höfum núna viku til þess að æfa vel og undirbúa okkur sem er flott,“ sagði Aron Elís. Team coaches @ work #fyririsland pic.twitter.com/UKUlv4SXDK— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 22, 2022 Aron lék sína fyrstu keppnisleiki síðasta haust og er að reyna að stimpla sig inn í hópinn. „Ég var þvílíkt stoltur að hafa verð valinn í keppnisleiki og svo er það bara undir mér komið að grípa tækifærið þegar þar að kemur. Ég er mjög ánægður með það og núna í framhaldinu ætla ég að reyna að festa mig í hópnum,“ sagði Aron Elís. Aron Elís er að spila aftar á vellinum en hann gerði hjá Víkingum á sínum tíma. Hver er besta staðan hjá Aroni? „Ég myndi segja að ég gæti leyst bæði sexuna og áttuna. Ég hef verið að spila meira í sexu hlutverki síðasta árið og gengið vel. Ég tel mig líka geta leyst áttuna. Ég spila bara þar ég verð látinn spila,“ sagði Aron Elís. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sýndi vissulega flott tilþrif á æfingu íslensku strákanna í vikunni. Þora menn eitthvað að tækla þjálfarinn á æfingum? „Ég missti af fyrstu æfingunni á mánudeginum og frétti þá að hann hefði verið í framherjanum að raða inn mörkunum. Hann þekkir þetta og er búinn að spila fótbolta á góðu getustigi. Ég hef engar áhyggjur af honum þegar hann er með okkur,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira