Innlent

Guðni og Eliza heim­sækja Langa­nes­byggð og Vopna­fjörð

Atli Ísleifsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru á leiðinni á Norðausturhornið.
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru á leiðinni á Norðausturhornið. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps á morgun og á föstudag.

Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir í Langanesbyggð munu forsetahjónin heimsækja grunnskóla Þórshafnar.

„Einnig verður heilsað upp á yngstu íbúana í leikskólanum Barnabóli og þá elstu á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti. Forsetahjónin munu heimsækja frystihúsið Ísfélagið og að þeirri heimsókn lokinni verður kaffisamsæti fyrir alla íbúa í Þórsveri þar sem kvenfélagið Hvöt sér um veitingar. Dagskrá fimmtudagsins lýkur með íbúafundi á Bakkafirði þar sem forsetahjónin fá kynningu á verkefninu Betri Bakkafjörður.

Daginn eftir, föstudaginn 25. mars, heldur hin opinbera heimsókn áfram á Vopnafirði. Þar munu hjónin kynna sér starfsemi bæjarfélagsins. Þau heimsækja ungu kynslóðina í grunn- og leikskólum og líta inn á hjúkrunarheimilið Sundabúð. Einnig heimsækja hjónin fiskvinnslufyrirtækið Brim og fleiri atvinnufyrirtæki í bænum. Dagskrá heimsóknarinnar lýkur með opnu húsi fyrir alla bæjarbúa í félagsheimilinu Miklagarði þar sem heimamenn bjóða upp á samveru, samtal og léttar veitingar og hefst sú samkoma klukkan 15:00,“ segir í tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×