Glímt við þunglyndi frá því að Mourinho var stjórinn Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 14:01 Paul Pogba sneri aftur til Manchester United árið 2016 en finnur sig illa hjá liðinu í dag og er óviss um sitt hlutverk. Getty/Ash Donelon Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur glímt við þunglyndi frá því að hann lék undir stjórn José Mourinho fyrir nokkrum árum og segir sterkefnaða fótboltamenn eiga við erfiðleika að stríða eins og aðrir. Pogba opnar sig um þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag, þar sem hann viðurkennir einnig að sér líði ekki vel í liði United í dag og viti ekki hvaða hlutverk honum sé ætlað þar. „Ég hef glímt við þunglyndi í gegnum ferilinn en það er ekki eitthvað sem að fótboltamenn tala um,“ segir Pogba. „Stundum veit maður ekki að maður er þunglyndur heldur vill bara einangra sig frá öðrum og vera aleinn. Þetta er skýrt einkenni. Hjá mér byrjaði þetta þegar ég spilaði undir José Mourinho hjá United. Þá fer maður að spyrja sig sjálfan, og fer að líða eins og þetta sé manns eigin sök því maður hefur aldrei upplifað þessi augnablik áður,“ segir Pogba. Mourinho stýrði United frá sumrinu 2016 og þar til að hann var rekinn í lok árs 2018. Pogba sneri aftur til United árið 2016 eftir fjögurra ára dvöl hjá Juventus á Ítalíu. „Við erum ekki ofurhetjur“ Þessi 29 ára franski landsliðsmaður, og ein skærasta knattspyrnustjarna heims, telur að allt íþróttafólk finni fyrir þunglyndi en að það aukist á ákveðnum tímum: „Við þénum mikla peninga og höfum ekki yfir neinu að kvarta en það kemur ekki í veg fyrir að við upplifum stundir sem eru erfiðari en aðrar, eins og allir aðrir. Á maður alltaf að geta verið hamingjusamur ef maður þénar peninga? Þannig virkar lífið ekki. Það á ekki við í fótboltanum. Við erum ekki ofurhetjur, við erum bara manneskjur,“ segir Pogba. Pogba varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018 en innbrotsþjófar stálu gullverðlaununum á dögunum. Hann er nú með franska landsliðinu sem leikur vináttulandsleiki gegn Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku á næstu dögum. Það gæti verið kærkomið hlé frá erfiðum tímum hjá Manchester United. „Er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United?“ Pogba missti af stórum hluta leiktíðarinnar vegna meiðsla og hefur aldrei fundið sig eins vel hjá liðinu eins og franska landsliðinu. Hann fer ekki í grafgötur með það að hann njóti sín ekki hjá United í augnablikinu: „Í landsliðinu er þetta einfalt: Ég spila, og ég spila í minni stöðu. Ég þekki mitt hlutverk og ég finn traust frá þjálfaranum og leikmönnum. Það er eðlilegt að maður finni mun hjá Manchester United því það er erfitt að ná stöðugleika þegar það er oft verið að breyta um leikstöðu manns, leikkerfi og leikmönnum sem maður spilar með,“ segir Pogba og bætir við: „Ég næ mjög vel saman við landsliðsþjálfarann, hann gaf mér hlutverk sem ég þekki, en er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United? Ég spyr en ég er ekki með neitt svar.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira
Pogba opnar sig um þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag, þar sem hann viðurkennir einnig að sér líði ekki vel í liði United í dag og viti ekki hvaða hlutverk honum sé ætlað þar. „Ég hef glímt við þunglyndi í gegnum ferilinn en það er ekki eitthvað sem að fótboltamenn tala um,“ segir Pogba. „Stundum veit maður ekki að maður er þunglyndur heldur vill bara einangra sig frá öðrum og vera aleinn. Þetta er skýrt einkenni. Hjá mér byrjaði þetta þegar ég spilaði undir José Mourinho hjá United. Þá fer maður að spyrja sig sjálfan, og fer að líða eins og þetta sé manns eigin sök því maður hefur aldrei upplifað þessi augnablik áður,“ segir Pogba. Mourinho stýrði United frá sumrinu 2016 og þar til að hann var rekinn í lok árs 2018. Pogba sneri aftur til United árið 2016 eftir fjögurra ára dvöl hjá Juventus á Ítalíu. „Við erum ekki ofurhetjur“ Þessi 29 ára franski landsliðsmaður, og ein skærasta knattspyrnustjarna heims, telur að allt íþróttafólk finni fyrir þunglyndi en að það aukist á ákveðnum tímum: „Við þénum mikla peninga og höfum ekki yfir neinu að kvarta en það kemur ekki í veg fyrir að við upplifum stundir sem eru erfiðari en aðrar, eins og allir aðrir. Á maður alltaf að geta verið hamingjusamur ef maður þénar peninga? Þannig virkar lífið ekki. Það á ekki við í fótboltanum. Við erum ekki ofurhetjur, við erum bara manneskjur,“ segir Pogba. Pogba varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018 en innbrotsþjófar stálu gullverðlaununum á dögunum. Hann er nú með franska landsliðinu sem leikur vináttulandsleiki gegn Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku á næstu dögum. Það gæti verið kærkomið hlé frá erfiðum tímum hjá Manchester United. „Er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United?“ Pogba missti af stórum hluta leiktíðarinnar vegna meiðsla og hefur aldrei fundið sig eins vel hjá liðinu eins og franska landsliðinu. Hann fer ekki í grafgötur með það að hann njóti sín ekki hjá United í augnablikinu: „Í landsliðinu er þetta einfalt: Ég spila, og ég spila í minni stöðu. Ég þekki mitt hlutverk og ég finn traust frá þjálfaranum og leikmönnum. Það er eðlilegt að maður finni mun hjá Manchester United því það er erfitt að ná stöðugleika þegar það er oft verið að breyta um leikstöðu manns, leikkerfi og leikmönnum sem maður spilar með,“ segir Pogba og bætir við: „Ég næ mjög vel saman við landsliðsþjálfarann, hann gaf mér hlutverk sem ég þekki, en er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United? Ég spyr en ég er ekki með neitt svar.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira