Glímt við þunglyndi frá því að Mourinho var stjórinn Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 14:01 Paul Pogba sneri aftur til Manchester United árið 2016 en finnur sig illa hjá liðinu í dag og er óviss um sitt hlutverk. Getty/Ash Donelon Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur glímt við þunglyndi frá því að hann lék undir stjórn José Mourinho fyrir nokkrum árum og segir sterkefnaða fótboltamenn eiga við erfiðleika að stríða eins og aðrir. Pogba opnar sig um þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag, þar sem hann viðurkennir einnig að sér líði ekki vel í liði United í dag og viti ekki hvaða hlutverk honum sé ætlað þar. „Ég hef glímt við þunglyndi í gegnum ferilinn en það er ekki eitthvað sem að fótboltamenn tala um,“ segir Pogba. „Stundum veit maður ekki að maður er þunglyndur heldur vill bara einangra sig frá öðrum og vera aleinn. Þetta er skýrt einkenni. Hjá mér byrjaði þetta þegar ég spilaði undir José Mourinho hjá United. Þá fer maður að spyrja sig sjálfan, og fer að líða eins og þetta sé manns eigin sök því maður hefur aldrei upplifað þessi augnablik áður,“ segir Pogba. Mourinho stýrði United frá sumrinu 2016 og þar til að hann var rekinn í lok árs 2018. Pogba sneri aftur til United árið 2016 eftir fjögurra ára dvöl hjá Juventus á Ítalíu. „Við erum ekki ofurhetjur“ Þessi 29 ára franski landsliðsmaður, og ein skærasta knattspyrnustjarna heims, telur að allt íþróttafólk finni fyrir þunglyndi en að það aukist á ákveðnum tímum: „Við þénum mikla peninga og höfum ekki yfir neinu að kvarta en það kemur ekki í veg fyrir að við upplifum stundir sem eru erfiðari en aðrar, eins og allir aðrir. Á maður alltaf að geta verið hamingjusamur ef maður þénar peninga? Þannig virkar lífið ekki. Það á ekki við í fótboltanum. Við erum ekki ofurhetjur, við erum bara manneskjur,“ segir Pogba. Pogba varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018 en innbrotsþjófar stálu gullverðlaununum á dögunum. Hann er nú með franska landsliðinu sem leikur vináttulandsleiki gegn Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku á næstu dögum. Það gæti verið kærkomið hlé frá erfiðum tímum hjá Manchester United. „Er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United?“ Pogba missti af stórum hluta leiktíðarinnar vegna meiðsla og hefur aldrei fundið sig eins vel hjá liðinu eins og franska landsliðinu. Hann fer ekki í grafgötur með það að hann njóti sín ekki hjá United í augnablikinu: „Í landsliðinu er þetta einfalt: Ég spila, og ég spila í minni stöðu. Ég þekki mitt hlutverk og ég finn traust frá þjálfaranum og leikmönnum. Það er eðlilegt að maður finni mun hjá Manchester United því það er erfitt að ná stöðugleika þegar það er oft verið að breyta um leikstöðu manns, leikkerfi og leikmönnum sem maður spilar með,“ segir Pogba og bætir við: „Ég næ mjög vel saman við landsliðsþjálfarann, hann gaf mér hlutverk sem ég þekki, en er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United? Ég spyr en ég er ekki með neitt svar.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Pogba opnar sig um þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag, þar sem hann viðurkennir einnig að sér líði ekki vel í liði United í dag og viti ekki hvaða hlutverk honum sé ætlað þar. „Ég hef glímt við þunglyndi í gegnum ferilinn en það er ekki eitthvað sem að fótboltamenn tala um,“ segir Pogba. „Stundum veit maður ekki að maður er þunglyndur heldur vill bara einangra sig frá öðrum og vera aleinn. Þetta er skýrt einkenni. Hjá mér byrjaði þetta þegar ég spilaði undir José Mourinho hjá United. Þá fer maður að spyrja sig sjálfan, og fer að líða eins og þetta sé manns eigin sök því maður hefur aldrei upplifað þessi augnablik áður,“ segir Pogba. Mourinho stýrði United frá sumrinu 2016 og þar til að hann var rekinn í lok árs 2018. Pogba sneri aftur til United árið 2016 eftir fjögurra ára dvöl hjá Juventus á Ítalíu. „Við erum ekki ofurhetjur“ Þessi 29 ára franski landsliðsmaður, og ein skærasta knattspyrnustjarna heims, telur að allt íþróttafólk finni fyrir þunglyndi en að það aukist á ákveðnum tímum: „Við þénum mikla peninga og höfum ekki yfir neinu að kvarta en það kemur ekki í veg fyrir að við upplifum stundir sem eru erfiðari en aðrar, eins og allir aðrir. Á maður alltaf að geta verið hamingjusamur ef maður þénar peninga? Þannig virkar lífið ekki. Það á ekki við í fótboltanum. Við erum ekki ofurhetjur, við erum bara manneskjur,“ segir Pogba. Pogba varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018 en innbrotsþjófar stálu gullverðlaununum á dögunum. Hann er nú með franska landsliðinu sem leikur vináttulandsleiki gegn Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku á næstu dögum. Það gæti verið kærkomið hlé frá erfiðum tímum hjá Manchester United. „Er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United?“ Pogba missti af stórum hluta leiktíðarinnar vegna meiðsla og hefur aldrei fundið sig eins vel hjá liðinu eins og franska landsliðinu. Hann fer ekki í grafgötur með það að hann njóti sín ekki hjá United í augnablikinu: „Í landsliðinu er þetta einfalt: Ég spila, og ég spila í minni stöðu. Ég þekki mitt hlutverk og ég finn traust frá þjálfaranum og leikmönnum. Það er eðlilegt að maður finni mun hjá Manchester United því það er erfitt að ná stöðugleika þegar það er oft verið að breyta um leikstöðu manns, leikkerfi og leikmönnum sem maður spilar með,“ segir Pogba og bætir við: „Ég næ mjög vel saman við landsliðsþjálfarann, hann gaf mér hlutverk sem ég þekki, en er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United? Ég spyr en ég er ekki með neitt svar.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira