Sveindís ferðast til Lundúna Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2022 13:00 Sveindís Jane Jónsdóttir gæti mögulega tekið þátt í leiknum mikilvæga við Arsenal á morgun þrátt fyrir að hafa glímt við minni háttar meiðsli undanfarið. vísir/Sigurjón Sveindís Jane Jónsdóttir hefur jafnað sig af meiðslum fyrir leik Wolfsburg við Arsenal á Emirates-leikvanginum í Lundúnum — einn af stórleikjum vikunnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Sveindís stimplaði sig frábærlega inn í fyrsta byrjunarliðsleik sínum með Wolfsburg þegar hún skoraði tvö fyrstu mörkin í 5-1 sigri gegn Köln í þýsku deildinni 11. mars. Þá varð hún hins vegar að fara af velli í hálfleik vegna smávægilegrar tognunar í læri. Sveindís missti svo af síðustu tveimur leikjum, sigrum gegn Sand og Hoffenheim, en staðfesti við Vísi í dag að hún myndi ferðast með til Lundúna. Þangað fer reyndar 21 leikmaður Wolfsburg en 20 leikmenn verða svo í leikmannahópnum sem mætir Arsenal á morgun. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Wolfsburg komst í 8-liða úrslitin með því að vinna annað Lundúnalið, Chelsea, 4-0 í lokaumferð riðlakeppninnar sem jafnframt varð til þess að Chelsea, silfurlið Meistaradeildarinnar í fyrra, sat eftir með sárt ennið. Wolfsburg er núna á toppi þýsku deildarinnar en Arsenal, með hollensku markavélina Vivianne Miedema fremsta í flokki, er á toppi ensku úrvalseildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Chelsea sem á leik til góða. Kvennalið Arsenal spilar vanalega heimaleiki sína á hinum 5.000 manna Meadow Park en verður á hinum 60.000 manna Emirates-leikvangi á morgun, þar sem karlalið félagsins spilar sína heimaleiki. Seinni leikur Wolfsburg og Arsenal verður í Þýskalandi fimmtudaginn 31. mars. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Sjá meira
Sveindís stimplaði sig frábærlega inn í fyrsta byrjunarliðsleik sínum með Wolfsburg þegar hún skoraði tvö fyrstu mörkin í 5-1 sigri gegn Köln í þýsku deildinni 11. mars. Þá varð hún hins vegar að fara af velli í hálfleik vegna smávægilegrar tognunar í læri. Sveindís missti svo af síðustu tveimur leikjum, sigrum gegn Sand og Hoffenheim, en staðfesti við Vísi í dag að hún myndi ferðast með til Lundúna. Þangað fer reyndar 21 leikmaður Wolfsburg en 20 leikmenn verða svo í leikmannahópnum sem mætir Arsenal á morgun. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Wolfsburg komst í 8-liða úrslitin með því að vinna annað Lundúnalið, Chelsea, 4-0 í lokaumferð riðlakeppninnar sem jafnframt varð til þess að Chelsea, silfurlið Meistaradeildarinnar í fyrra, sat eftir með sárt ennið. Wolfsburg er núna á toppi þýsku deildarinnar en Arsenal, með hollensku markavélina Vivianne Miedema fremsta í flokki, er á toppi ensku úrvalseildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Chelsea sem á leik til góða. Kvennalið Arsenal spilar vanalega heimaleiki sína á hinum 5.000 manna Meadow Park en verður á hinum 60.000 manna Emirates-leikvangi á morgun, þar sem karlalið félagsins spilar sína heimaleiki. Seinni leikur Wolfsburg og Arsenal verður í Þýskalandi fimmtudaginn 31. mars.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Sjá meira