Stefán Árni Geirsson, KR, getur ekki tekið þátt í leikjum U21 árs landsliðs karla gegn Portúgal og Kýpur í mars.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 21, 2022
Í hans stað hefur Daníel Finns Matthíasson, Leikni R., verið kallaður inn í hópinn.#fyririsland pic.twitter.com/GCcS0WfS5U
Íslenska liðið mun leika gegn Portúgal þann 25. mars og síðar gegn Kýpur þann 29. mars. Báðar viðureignir fara fram ytra.
Komi til þess að Daníel muni spila annanhvorn leikinn verður það hans fyrsti landsleikur fyrir Ísland. Daníel spilaði 20 leiki í efstu deild síðasta sumar og skoraði í þeim tvö mörk.