Innlent

Hissa að sjá nafn sitt ekki á lista en gleymdi að senda fram­boð­stil­kynningu

Árni Sæberg skrifar
Ninna Sif vildi sæti á kirkjuþingi en miðað við þessa mynd af kirkjuþingi í fyrra virðist það vera skemmtileg samkoma.
Ninna Sif vildi sæti á kirkjuþingi en miðað við þessa mynd af kirkjuþingi í fyrra virðist það vera skemmtileg samkoma. Aðsend/Vísir/Vilhelm

Ninna Sif Svavarsdóttir, formaður Prestafélags Íslands, var hissa að sjá nafn sitt ekki á lista yfir frambjóðendur til kirkjuþings. Skýringin var einföld; hún gleymdi að senda framboðstilkynningu.

„Maður tilkynnir framboð til kirkjuþings bara með því að senda tölvupóst á kjörstjórn, og ég dreif mig í því, setti inn hreint sakavottorð, mynd og allar upplýsingar. En svo bara skildi ég það eftir í drafts, ég ýtti ekki á send,“ segir Ninna Sif og hlær dátt í samtali við Vísi.

Hún segist hafa verið búin að furða sig á því hvers vegna hún hafði ekki fengið neina staðfestingu á móttöku framboðstilkynningar og svo verið hissa þegar hún sá nafn sitt ekki á lista yfir frambjóðendur sem var birtur í dag á vef Þjóðkirkjunnar.

Ninna Sif hefur aldrei setið á kirkjuþinginu og kveðst hafa verið orðin spennt fyrir möguleikanum á því. „Mig langaði að hafa áhrif til góðs á kirkjuþingi, en það kemur dagur eftir þennan dag,“ segir hún.

Þó segir hún að hún verði að líta á uppákomuna sem skemmtilega sögu í safnið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×