„Langar mest að gráta“ Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2022 11:15 Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata sýnist sem svo að það sé orðin einhvers konar leikjafræði stjórnarliða að drepa mál um afglæpavæðingu til að halda samstarfinu huggulegu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. „Ég kann ekki að setja í orð vonbrigði mín en langar mest að fara að gráta,“ segir Halldóra en hún segir þetta án skýringa. Þetta hafi komið fram í morgun þegar þingmenn fengu í hendur uppfærða þingmálaskrá en þar kemur fram áætlun ráðherra um hvaða mál þeir ætla að leggja fram. Málið svæft í nefnd „Þar kemur fram að búið er að fella málið niður,“ segir Halldóra í samtali við Vísi. Þetta séu gríðarleg vonbrigði. Hún segist vera með sitt mál í heilbrigðisnefnd til umfjöllunar og búið er að fá inn fyrstu gesti. Halldóra Mogensen reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum en nú er komið á daginn að mál um afglæpavæðingu fíkniefna verði ekki lagt fram á þessu þingi.vísir/vilhelm „En það er svo auðvelt fyrir stjórnarliða að neita að afgreiða okkar mál, Pírata, með þeim rökum að heilbrigðisráðherra ætli að leggja fram frumvarp,“ segir Halldóra sem er farin að þekkja það ferli, of vel. Eða er ekki bara verið að drepa málið? „Jahhh, þetta hefur gerst áður, líka þegar Svandís Svavarsdóttir var heilbrigðisráðherra á síðasta kjörtímabili. Þau létu málið sofna inni í nefnd. Ég barðist fyrir því að fá málið út úr nefndinni en það var ekki áhugi fyrir því að fá málið þaðan þó klárlega væri búið að taka það til meðferðar í nefndinni.“ Leikjafræði til að drepa málið Halldóra segir að meirihlutinn hafi þannig drepið fullt af sínum eigin málum og þetta hafi verið eitt þeirra. En er þetta ekki bara leikjafræði, að drepa með þessum hætti mál sem umdeild eru meðal stjórnarliða? „Ég er farin að hallast að því. Ég er alltaf bjartsýn og vildi halda í trúna að Svandís hafi raunverulega ætlað að afla málinu stuðnings og klára það. Þá hafði ég bundið vonir við að Willum Þór myndi taka þetta mál í sínar hendur og klára það fyrir alvöru. En svo gerist þetta og þá er maður farin að halda að þetta sé einhver leikjafræði, því miður.“ Halldóra segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hvar andstaðan við málið liggi, hvar fiskur sé undir steini en skoðanakannanir hafi sýnt að um 60 prósent þjóðarinnar eru á því að gera breytingar enda liggi fyrir að núverandi stefna sé stórskaðleg. Alþingi Fíkn Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Ég kann ekki að setja í orð vonbrigði mín en langar mest að fara að gráta,“ segir Halldóra en hún segir þetta án skýringa. Þetta hafi komið fram í morgun þegar þingmenn fengu í hendur uppfærða þingmálaskrá en þar kemur fram áætlun ráðherra um hvaða mál þeir ætla að leggja fram. Málið svæft í nefnd „Þar kemur fram að búið er að fella málið niður,“ segir Halldóra í samtali við Vísi. Þetta séu gríðarleg vonbrigði. Hún segist vera með sitt mál í heilbrigðisnefnd til umfjöllunar og búið er að fá inn fyrstu gesti. Halldóra Mogensen reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum en nú er komið á daginn að mál um afglæpavæðingu fíkniefna verði ekki lagt fram á þessu þingi.vísir/vilhelm „En það er svo auðvelt fyrir stjórnarliða að neita að afgreiða okkar mál, Pírata, með þeim rökum að heilbrigðisráðherra ætli að leggja fram frumvarp,“ segir Halldóra sem er farin að þekkja það ferli, of vel. Eða er ekki bara verið að drepa málið? „Jahhh, þetta hefur gerst áður, líka þegar Svandís Svavarsdóttir var heilbrigðisráðherra á síðasta kjörtímabili. Þau létu málið sofna inni í nefnd. Ég barðist fyrir því að fá málið út úr nefndinni en það var ekki áhugi fyrir því að fá málið þaðan þó klárlega væri búið að taka það til meðferðar í nefndinni.“ Leikjafræði til að drepa málið Halldóra segir að meirihlutinn hafi þannig drepið fullt af sínum eigin málum og þetta hafi verið eitt þeirra. En er þetta ekki bara leikjafræði, að drepa með þessum hætti mál sem umdeild eru meðal stjórnarliða? „Ég er farin að hallast að því. Ég er alltaf bjartsýn og vildi halda í trúna að Svandís hafi raunverulega ætlað að afla málinu stuðnings og klára það. Þá hafði ég bundið vonir við að Willum Þór myndi taka þetta mál í sínar hendur og klára það fyrir alvöru. En svo gerist þetta og þá er maður farin að halda að þetta sé einhver leikjafræði, því miður.“ Halldóra segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir því hvar andstaðan við málið liggi, hvar fiskur sé undir steini en skoðanakannanir hafi sýnt að um 60 prósent þjóðarinnar eru á því að gera breytingar enda liggi fyrir að núverandi stefna sé stórskaðleg.
Alþingi Fíkn Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði