Samkvæmt tilkynningu er Thelma ný í pólitík en hefur tekið forystu í núattúruverndarbaráttu í sinni heimasveit. Hún er frá Skarðshömrum í Norðurárdal.
Brynja Þorsteinsdóttir er í öðru sæti. Hún er leiðbeinandi á leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi og hefur verið varamaður í sveitarstjórn Borgarbyggðar undanfarin þrjú ár ásamt því að hafa setið í fjölda nefnda og ráða á vegum VG í Borgarbyggð, samkvæmt áðurnefndri tilkynningu. Brynja býr í Borgarnesi.
Friðrik Aspelund, skógfræðingur og leiðsögumaður, er í 3. sæti. Friðrik hefur verið virkur í starfi Vinstri grænna og sveitarstjórnarmálum í Borgarbyggð um árabil. Friðrik býr á Hvanneyri.
- Thelma Dögg Harðardóttir, 26 ára, Verkefnastjóri, Skarðshömrum, Norðurárdal
- Brynja Þorsteinsdóttir, 42 ára, Leiðbeinandi á leikskóla, Borgarnesi
- Friðrik Aspelund, 59 ára, Skógfræðingur og leiðsögumaður, Hvanneyri
- Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, 49 ára, Grunnskólakennari, Borgarnesi
- Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson, 27 ára, Doktorsnemi, Brekku 2, Norðurárdal
- Lárus Elíasson, 62 ára, Verkfræðingur og skógarbóndi, Rauðsgili, Hálsasveit
- Ísfold Rán Grétarsdóttir, 28 ára, Háskólanemi, Borgarnesi
- Helgi Eyleifur Þorvaldsson, 33 ára, Brautarstjóri og aðjúnkt, Lyngholti, Reykholtsdal
- Rakel Bryndís Gísladóttir, 32 ára, Sjúkraliði, Borgarnesi
- Guðmundur Freyr Kristbergsson, 33 ára, Ferðaþjónustubóndi, Háafelli, Hvítársíðu
- Guðrún Hildur Þórðardóttir, 64 ára, Verkakona, Furugrund, Kleppjárnsreykjum
- Kristberg Jónsson, 64 ára, Starfsmaður Borgarbyggðar, Litla-Holti, Stafholtstungum
- Jónína Svavarsdóttir, 37 ára, Umsjónamaður tilrauna við Jarðræktarmiðstöð LbhÍ, Hvanneyri
- Ása Erlingsdóttir, 51 árs, Grunnskólakennari, Laufskálum 2, Stafholtstungum
- Flemming Jessen, 76 ára, Eldri borgari, Hvanneyri
- Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, 41 árs, Kennslustjóri, Hallveigartröð 7, Reykholti
- Guðbrandur Brynjúlfsson, 73 ára, Bóndi, Brúarlandi 2, Mýrum
- Ingibjörg Daníelsdóttir, 67 ára, Bóndi og kennari á eftirlaunum, Fróðastöðum, Hvítársíða